Ljósberinn


Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 12.04.1930, Blaðsíða 8
120 LJOSBERINN um eld kærleikans verma oss, vér íinn- um að pessi soraði unglingur gæti hreins- ast í skauti voru. Vér seilumst ofan í sorpkassa mannfélagsins, tökum ungling- inn við hönd vora, og með eldi kærleik- ans náum vér silfrinu hans frá soranum. Takist oss þetta, mun pað ekki aðeins verða blessun fyrir hann, oss sjálfa og pjóð vora, heldur einnig alheimsblessun, því meiri fögnuður mun verða á himn- um vfir einum syndara, sem bætir ráð sitt, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki purfa yfirbótar við. Á hvaða ald- ursstigi sem vér stöndum, hvílir á oss heilög skylda, að gera allt, sem í voru valdi stendur til að eyða löstunum, en efla siðgæðið, hreinsa silfrið úr soranum, svo pað verði hæft í byggingu Guðsríkis. Vér viljum að endingu spyrja. Hvar eru allar deiglur Drottins? Draga pær sig ekki í hlé, pegar eitthvað parf að bræða, pótt pað jafnvel auðgert sé? — Drottinn ríkir öllu yflr. — Og um skyklu sérhvers manns, svo sem ylur vorið vefur, vaki eldur kærleikans. Litla stúlkan og maríuerlan. Stúlkan: Pú, litli gestur, lofaðu mér að láta pig í búrið mitt! Par eru ber og arfi grænn, par á að vera bólið pitt. Maríuerlan: Nei, vina góð, ég pakka pér, ég prái loftið hreint og svalt, og betra og hlýrra er bólið mitt en búr, pó væri úr gulli allt. S t ú 1 k a n: En heyrðu, veslings vinan mín, pá veturinn að garði ber og snjórinn móinn pekur jiinn, er pér víst borgnara hjá mér. Maríuerlan: IJá svíf ég héðan langt, svo langt í löndin suður græn og hlý, en svo að vori vitja ég pín, mín vinan kær, með söng á ný. Stúlkan: Hver leiðir, vinan litla, jiig svo langan veg urn fjöll og sjó? Nei, vertu heldur lijá mér kyrr, í hlýju búri er sæld og ró. Maríuerlan: Mig leiðir Drottins líknarhönd pann langa veg um fjöll og sjó, og létta vængi ljær hann mér að leita uppi sólskin nóg. B. J. Lausnir á heilabrotum í 2. blaði Rétta ráðningu sendu: Ingibjörg Böðvarsdóttir, Grundarstíg 11, og Björn Björgvinsson, Freyjugötu 6. Mörgum þykir gaman að stafa- og orðaleik, enda er pað góð æflng fyrir hugann. Nú eiga lesendur Ljósberans að brjóta heilann um, hvern- ig hægt sé að búa til alþekktan íslenskan máls- hátt úr stöfunum sem eru í orðunum: skóli, lcetill, rugl, melar, eg. Best er að skrifa hvern staf á smámiða og færa pá svo til og' mynda úr þeim orð, þangað til ykkur dettur í hug málshátturinn. Skýringar. á felumyndum í 47. tbl. f. á. og 9. tbl. þ. á. 1 47. tbl.: Halda skal blaðinu þannig, að kjöl- ur, þess snúi að rnanni; sést þá þjófurinn í vinstri handarkrika lögregluþjónsins; hann er með bófagleraugu. 1 9. tbl.: Haldið blaðinu þannig, að kjölur þess sé niður (að manni), og sést þá mjalta- konan standa lítið eitt neðar en á miðri mynd, og nær hún hér um bil yflr hana þvera. Prentsm. Jóns Uelgasonur. K L J Á L J Á R J Á R N A R N i

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.