Ljósberinn


Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 1
tjnrT’hutnim — XI. árg. Reykjavík, 21. ínarz 1931 Góði hirðirinn. Sunnudag.askóliun, 22. naarz 1931. Lestu : Jóh. 18, 1.—12. Læröu: Jóh. 10, 11 b. Eg er góði hirðirinn; góði hirðirinn leggur líf sitt i sölurnar fyrir sauðina. Kæru, ungu vinir. Pið [tekkið góða hirðinn að nafni. ITann heitir Jesús. En þekkið þið hann af reynslu? Hafið þið reynt hann, eins og þegar vinur reynir vin sinn. Það varðar mestu fyrir livert barn og hvern mann að reyna, hve Jesús er góður. Hver er beinasta og auðveldasta leið- in til þess? Það er bænarleiðin. »Bænin má aldrei bresta þig«. Iíafið þið aldrei beðið í Jesú nafni og fengið bænheyrzlu? Hafið þið aldrei, þegar allt lék í lyndi og þið voruð himinglöð, þakkað Guði fyrir þá gleði í Jesú nafni og fundið um leið, að gleðin ykkar eins og tvö- faldaðist, við það ? Hafið þið aldrei, þegar þið átt- uð bágt, beðið Guð í nafni Jesú að hjálpa ykkur og fengið bænheyrzlu og svo lofað hann fyrir hjálpina af öllu hjarta. Pið kunnið víst mörg bænarversið: »Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni; höndin þín leiði mig út og inn, svo allri synd eg hafni«. Eða: Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla«. Ilafið þið ekki reynt, að þessi bænar- orð hafi hjálpað ykkur til að lilýða Guði og forðast hið illa?« Kæru, ungu vinir. Vakið og biðjíð, eins og Jesús áminnir alla utn að gera. Pá reynið þið, hve Jesús er góður hirðir og sannfærist um, að hann hefir lagt lif sitt í sölurnar fyrir ykkur, til þess að faðirinn á hiranum bænheyri ykkur um allt, sent þið biðjið um í nafni hans. Ef Jesús liefði flúið óvini sína í gras- garðinum og ineð því komið sér undan kvöl og krossfestingu, þá hefði hann verið slæmi hirðirinn. 0, hvað við þá hefðum átt bágt! Pá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.