Ljósberinn


Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 83 mig ekki deyja nú - - ekki nú! ö, herra, bjargaðu lífi mínu og hjálpaóu mér til aó iifa nýju lífi!« Ilann varð hræddur vió aó heyra til síns sjálfs. Allt var hljótt í kringum hann og í þessari hræóilegu kyró, fanst’ honum sem syndir sínar yróu hávairarí og ópió í honum sjálfum yrði trylltara og þá varó hann gripinn af örvæntingu. »Þaó er gagnslaust«, kveinaói hann hljóólega. »Eg hlýt aó deyja, þaó er eng'- in lífsvon, og' Jm er betra aó deyja heldur fyrr en síóar. En í sömu andránni og hann ætlaói aó sleppa sér og láta sökkvast eins og steinn í sjávardjúpió, þá greip hann sú hugsun, að Drottinn hlyti að bjarga sér, hlyti aó láta hann byrja nýtt lif, ekki sjálfs hans vegna, heldur vegna for- oldra sinna. »Nei«, tautaói hann, »þaó er bjargar- von enn, enn getur Guó verió mer náó- ugur — vegna Jesú«. Aó svo mæltu teygói hann úr öllum öngum, en þaó fann hann glöggt, að allt- af voru kraftar hans að þverra. Hann verkjaói í bakió og hann fór aó veróa lami í fótum og höndum. Hann fór aó fá hljóm fyrir eyrun og honumm fanst líka aó sjónin væri farin aó dofna. Hver skyldi endirinn veróa á þessu? En hvaó var nú á seyói? Heyrói hanr, ekki braka í rám og siglutrjám, líkt og vindhvióu bæri að eyrum honum. Voru þaó ekki öldur aó skella á skipshlið? Og þaó var sem rafmagnsstraumur færi um Felix. Hann rykti höfóinu upp úr sjóii- um aó starói út í myrkrið eins fast og hann gat. Hann stóó næstum á öndinni, en ekkert sá hann. Jú, ekki sá hann betur en aó feiknamikió bákn flyti þarna úti á sjónum? Jú, þaó var engin missýning, það var skip. En sá fögnuó- ur, sem nú fylti hjarta hans! Skipið kom nær og nær og virtist stefna beint aó honum — og þaó var honum nýtt fagnaóarefni, aó hann sá, aó þaó stefndi beint til Hamborgar. Honum fanst hann þegar vera dreginn upp, vera kominn heim, og umkringdur af ástvin- um sínum; þeir mundu sjálfsagt fyrir- gefa honum, þegar þeir heyróu, hvaó hann hefói oróió aó þola. Æ, Felix gleymdi alveg að þakka Guói, meóan hann var í þessum hugs- unum. Nú var skipió komió fast aó honum. Sá þá Felix aó þaó var gufuskip, en ekki seglskip, því aó stóreflis reykjar- strókur stóó upp úr reykháfnum og slöngvaóist út frá skrúfunni. Það var mikill skrióur á því. Felix reis upp og gaf bendingu meó öórum handleggnum, en meó hinni hendinni synti hann áfram og hrópaói svo hátt, sem hann gat: Nemió staóar! Takió mig meó ykkur! Bjargió Guós vegna drukknandi manni!« Hann æpti eins og brjóst hans ætlaói aó springa sundur. Og hann æpti aftur, og veifaói handleggnum, eins og hann væri sturlaóur. Hann hugói á hverju augnabliki, aó skipið hlyti aó hægja skrióinn .og bjarga honum úr þessum dauóans kröggum. Nú dundi í því rétt hjá honum. »Nú nemur þaó staóar og eg' bjarg- ast!« Og svo færói hann sig sjálfur nær skipinu og hrópaði jafnfrámt af öllum mætti: »Nemió staóar, Guó vegna! Nemió staóar Krists vegna! Nemió staóar!« Skipió brunaói áfram. Þaó fór sem elding fram hjá Felix og nú sá hann ekki nema afturhluta þess og' síóan eigi annaó en hina hvítu gufusúlu og' enn hrópað hann meó brestandi röddu: »Nemió staðar, Guós vegna! Nemio staóar!« Hann vildi ekki trúa því, aó hann,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.