Ljósberinn


Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 2
82 L JOSBÉRINN værum við og allir menn hirðislaus hjörð og yrðum svo úlfinum að bráð. En lofaður sé Guð! Við eigum frels- ara, Drottinn vorn, Jesúm Erist. B. Lítil fug’lasaga. (Þýdd.) Eg hafði í langan tíma látið mat handa smáfuglunum á hillu fyrir utan gluggann minn. Mér þótti ákaflega gaman aó athuga framferói þeirra, þeg- ar þeir voru aó seója sig, og hlusta á gieóitístió í þeim á eftir máltíóinni. Það var eins og þeir væru þá aó þakka fyr- ir matinn. Einu sinni datt mér í hug að reyna að komast aó því, hvort þeir vissu, hvaóan þessar gjafir kæmu, og i því skyni lét eg engan mat út fyrir glugg- ann þann dag. - - Fuglarnir komu og leituóu aó matnum, og virtust ekkert skilja í, aó þeir fengju ekki mat þennan dag sem aóra. Á sömu leió fór næsta dag. Þegar þeir komu enn og fundu engan mat, tók stærsti fuglinn, sem virtist vera foringi flokksins, rögg á sig og hoppaói aó rúóunni, sem eg stóó inn- an vió, og' sló með nefinu í hana. Og þegar eg sinnti því ekki, gerói hann aóra tilraun til aó heimta af mér mat handa sér og flokki sínum. Var eg þá ekki seinn á mér að opna gluggann og bera á borð fyrir vængjuóu vinina mína, því aó nú var eg búinn aó sjá það til fulls, aó þeir vissu, hvaóan mat- urinn þeirra kom. Og síðan hafa þeir aldrei komió aó beru boróinu sínu vió g'luggan minn. Aóalbjörn Stefánsson. ----—•> C-> <•—- Guli Yilhjálmur. 6. KAPITULI. Einn nieó Guói. Felix barst nú eins og viljalaus drumbur á sjónum. Þaó voru óttalegar stundir. Hann var fullur af angist. Ilann reisti upp höfuðió öðru hvoru og litaóist um í þeirri veiku von, aó hann kæmi auga á eitthvert skip, sem kynni aó taka eftir honum. En hann sá ekkert, nema óendanlega sjávarflötinn og' himinhvelfinguna viðu uppi yfir sér. Hjarta hans eins og herpt- ist saman af kvöl af beiskri iórun. Nú stóó alt hió lióna líf hans honum svo lifandi fyrir hugskotssjónum, allt létt- úóug't framferói, allar ónotaóar stund- ir, öll sorg foreldra hans. Þetta stóð allt fyrir honum, eins og' skráó meó logarún- urn. Hann mátt til að horfa á það, hann gat ekki undan því komist að hugsa um þaó. Þaó sótti fast aö honum meó ákær- um og ávítunum, og varð allt svo Ógur- lega mikió og þungt, að honum fanst sem þaó mundi merja sig sundur. Hann stundi þungt undan öllurn þess- um þungu ásökunum samvizkunricir. Hann mintist þess, hversu oft hann hefói hlýtt á varnaðaroró og áminning- ar föóur síns heima í Hamborg', og þess sömuleióis, aó hann hefði stundum raun- verulega ásakaó sjálfan sig fyrir léttúö sína. En þetta, sem hann varó nú aó reyna, var allt annað. Nú var hann svo óttalega einn með Guði! Einn gagnvart dauðanum. Æ, honum fanst hann ætla að yfirbugast meó öllu. Tárin féllu heit og þung nióur vanga hans og hann hrópaði í sinni miklu neyó og bað um hjálp: »Drottinn Jesús, kom þú og hjálpaðu mér! Frelsa mig frá dauðanum og lát

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.