Ljósberinn


Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 4
84 LJÖSBERINN svona nærri hjálpinni, mundi samt sem áóur farast. Það var ómögulegt! Og hann æpti enn, hvað eftir annað, en enginn heyrði til hans, enginn kom auga á hann. Og í takmarkalausri örvingiun hneig veslings Felix aftur nióur í sjóinn. Hann missti ráð og rænu, úflimir hans stirónuðu og hann sökk — sökk. Felix hugsaði: Enginn heyrir til rnín, enginn sér mig. — En samt var fjað einn, sem hafði stöðugt augun á hon- um. Það var föðurauga Guðs, sem sá hann, auga hans sem aldrei sefur né syfjar. Hann var í himninum, en Felix fjekkti hann ekki enn, nema að nafni til og gat hrópaó til hans með nafni. Oft hafði verið talað til samvizku Felixar heima í Hamborg; Drottinn hafði oft sent honum alvarlegt boó, til að laða hann burt frá vegi léttúóarinnar og syndarinnar; en Felix hafði aldrei hlýtt hví boói, þeirri köllun, af alvöru. Hann hafói aldrei rannsakað hjarta sitt að rótum, til þess aó hann gæti aó fullu séð spillinguna í því, vanmætti sitt gegn syndinni og fullkomið hjálparleysi sitt af eigin mætti. Hann hafði aldrei fengió óbeit á sjálfum sér og sínu aum- lega, guðlausa lífi og aldrei hafði hann þráð frelsara sinn. Nú hafði Drottinn aftur að nýju hrópað kröftuglega til hans, því af náð sinni notaði hann þess- ar dauðans nauðir, sem Felix var kom- inn í, til þess aó hafa áhrif á hjarta hans, svo að hann ióraðist einlæglega og snerist. Drottinn sá, ef til vill, að iðrun hans var eigi nógu djúp og hjálpræðis- löngunin ekki nógu alvarleg. Og hann sá líka, ef til vill, að Felix mundi brátt gleyma þessari reynslu og falla aftur í gamla farið, ef hann bjargaðist svona fljótt og kæmist aftur til Hamborgar og í gamla umhverfið. Ef til vill — já, vér mennirnir getum ekki sagt nema ef til vill; en oft grein- um vér þó eftir á hin viturlegu og gæskuriku áform Drottins af hantk leiðslu hans á oss> ef Ver aóeins gefum gaum að hénni. Ög hér — já, hér eiga vorir kærtl lesendur víst bágt með að trúa því, að Drottinn hafi viljað sleppa hfendihni ai Felix eða láta hann Sökkva í dauoa- djúpið, vonlaUsan um eilífa sáluhjálp? Vió skulum sjá, hvað setur. Þegar Felix sökk og sjórinn buiiaðí í eyrunum á honum, þá rankaðí hann aft- ur við sér og um leió vaknaði aftur hjá honum hvötin ti\ aó halda lífih'u, og barðist sú hvöt gegn Örvæntingunni, og vann sigur. Hann tók tvö sundtök með magnlitlum örmum og kom þá upp aft- ur; hann lét sig nú mara hreyfingar- lausan í kafi, eins og áóur og berast fyrir bylgjunum. Hann var eins og högg- dofa. Eymd hans og örvinglun var svo mikii, að hann gat ekki séð til neinn- ar hlýtar hve hann var illa staddur. I svipinn hugsaði hann ekki um neitt, nema þetta eina, að halda sér uppi, til þess að hann sykki ekki. En eftir nokkra stund vaknaði meðvitund hans að fullu aftur og sama sálarkvölin og áður. Hann hlaut að deyja, því að hvern- ig ætti hann nú að geta bjargast af, þar sem kraftar hans þverruóu með hverri líðandi stundinni, og útlimir hans stirnuðu meira og meira. Já, deyja hlaut hann; nú átti harm að skiija við þessa jörð og koma frain fyrir Guð! Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds af skelfingu, svo að aldrei hafði hann kennt slíks áður. Gat hann vænst þess, að hann yrói hólpinn? Mundi honum eigi miklu fremur verða vísað burt úr návist Guðs, sem hann hafði hér í heimi virt að vettugi? Og hvað þá? Hvert mundi hann þá fara? Já hvert? Hann þurfti eigi að spyrja.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.