Ljósberinn


Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 21.03.1931, Blaðsíða 7
LJOSBERINN 87 an átti að, og flestum var hvimleiður. Og nú grét Magga niður í koddann sinn. Iiún var aðeins seytján ára. Hún var örgeðja og glaðlynd, en hjartagóð. Hún mátti ekkert aumt sjá. Og' hún vissi alls ekki hvernig hún átti að fara að, það voru svo margir, sem áttu bágt, og hana langaöi svo innilega til að hjálpa þeim öllum. En erfiðast var þó með hann Gústa gamla; þar hafði hún engm ráð. Pabbi hennar bannaði henni hreint og beint að gefa sig að honum og sagði, að hún æli upp leti og vammir í íolki. »0, pabbi, þetta er allt of hart«, taut- aði Magga. Gústi, sem átti langa leið heim til sín, hafði komið við á Gili þá um dag- inn og beóið að gefa sér að drekka, og' endilega hafði það fallið í hennar hlut að færa honum vatn út í bæjardyr, að- eins blátt vatnið, og aldrei mundi hún gleyma augnatilliti hans, er hann leit á hana, þegar hann kvaddi; hún sá svo greinilega, að hann var sársvangur, og' tvisvar hafói hann snúið sér vió, meðan hann gekk niður túnió og spurt: »Varstu aó kalla til mín?« Og hún hafði oróið að láta sem ekk- ert væri, því aó pabbi hennar hafði stranglega bannað að hæna hann að. Hún heyrói víst ennþá orðin hans pabba síns; »Þú þarft ekkert aó skifta þér af honum, eða hæna hann hér að, — ekki af því að hann er fátækur, heldur aí því að hann er ótæti, latur, þjófóttur og ósannsögull«. Og Magga vissi að þetta var, því mióur, allt satt. En hún aumkvaði hann samt.—- Átti hann ekki bágt, sem hverg'i gat verið nema stutt- an tíma í senn og enginn vildi hafa nein mök við? Lengi hafði hann mátt hafa athvarf á Gili, mátt koma þar og' gista., og' pabbi hennar verið vel til hans. En svo kom ógæfan: Hann hafði eitt sinn. er hann gisti þar misséó sig' á tóbaks- pontunni hans pabba hennar, og það á meðan lesinn var húslesturinn. Og' Magga stundi er hún minntist þessa. En hann var líka vesalingur, sem ekkert átti, og engan átti. að; munnsöfn- uður hans var ekki fyrirmynd, en það voru líka allir, vondir vió hann. Það blikuðu tár í augum Möggu, er hún hugsaði um muninn á kringumstæð- um hennar og hans; hún lifði í allsnægt- um hjá ástríkum foreldrum, frændum og vinum. Hann var einmana, boginn af raunum og kanske hættur að trúa að nokkuó gott væri til. — Magga settist upp í rúminu. - Ö, ef hún gæti nú hjálpað Gústa gamla — ef hún gæti gert hann að góð- um manni. Hann hlaut aó vera vondur, af því að hann mætti aldrei góóu. Og nú hvíslaði Magga: »Góði Jesú, hjálp- aðu mér, svo Gústi verði góóur og elski þig; láttu mig veróa ljós á vegum hans og beina honum á rétta braut«. — Pegar Magga vaknaói um morguninn, þá fór hún að velta því fyrir sér, hvern- ig hún ætti að hjálpa Gústa. Hann var orðinn fimmtug'ur svo að lítil von var um að hann gæti skipast við hennar orö; hún sem var aóeins ung'lingur. »Eg skal reyna«, hugsaði Magga. »Jesú .hjálpar mér og fordæmir hann ekki«. En hún varó aó fara leynt með þetta áform sitt, því að allir mundu hlæja að henni, ef hún gerði þaö uppskátt. Paó var lióinn mánuður. Magga hafði verió send bðejarleið. Var hún þá svo heppin að mæta Gústa gamla. Sagði hann henni með allt ann- að en fögrum orðum, að hann væri að leita að hestum, svo sem hann ákvað hlaupavörgum. Möggu varó það fyrst fyrir að spyrja: »Ertu ekki svangur, Gústi minn?«. Spurningin kom ósjálfrátt fram af

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.