Ljósberinn - 01.05.1936, Síða 12

Ljósberinn - 01.05.1936, Síða 12
98 LJOSBERIN N Yorið. Ungu vinir, lesendur Ljósberans! Otgefandi Ljósberans hefir mælst til þess, að ég segði nokkur orð við ykk- ur, og af því að hann er vinur minn, og ég ann Ljósberanum, langar mig að verða við þessum tilmælum. Nú nálgast vorið, sú blessaða og. ynd- islega árstíð. Þá hefjast útileikir og úti- störf, að minsta kosti fyrir flestum ykk- ar. Þá er nú margt að sjá og margt að læra. Þá eru langir og- bjartir dagar, og öll náttúran end,urlifnar. Hver gras- blettur grænkar, bl.ómin springa út og breiða bikara sína út móti sólunni, tré og runnar þekjast grænum blöðum, sem einnig breiðast út móti ylgeislum sólar og leitast við að teiga sem mest af ljós- veigum hennar, til vaxtar og þroska stofninum, sem ber þau. Já, blassað vorið er vakningar- og vaxtartími hins unga lífs. Þess vegna segir skáldið: Alt, sem ylgeislar bifa, vill nú elska og lifa, snertu hjörtu vor, sól, syngið aldnir með ungum, öllum hljómi frá tungum vegsemd honum, sem vorið 61. Það er einnig lærdómstími. Þá opnar faðir lífsins og ljósanna hina miklu bók náttúrunnar, sem svo ótal margt má læra af, eins og segir í sálminum: Guð, allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók, um þig sem fræðii mig. Já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. Reynið, börnin góð, að lesa sem mest í þessari bók í sumar, gefið gætur að hinni margbreyttu fegurð vorsins og reynið að fylgjast með jóeirri miklu og dásamlegu sköpunarsögu, sem þá gerist á meðal jurta og dýra, sem í nálægð ykkar eru. Við skoðun og athugun þeirrar miklu breytingar, sem verður við komu vors- ins, þá minnist þess, að einnig þið er- uð uppvaxandi gróður og að ykkur ber að leggja stund á alt það, sem flýtir fyrir ykkar andlega og' líkamlega þroska og vexti. Gefið gætur að blómunum, hvernig þau vaxa, hvernig þau beygja sig og breiða út blöðin, til ]>ess að sem mest af sólargeislum geti fallið á þau, og vio þetta þroskast ]>a.u og dafna og vinna sitt ætlunarverk — það, að vera skoð- endum sínum til unaðar og minna á, hversu hagur hann er, sem náttúrunni veitti magn til að framleiða svo dýrð- legt listarverk. Æskuárin eru vortími æfi ykkar. Þið eruð vaxandi blómjurtir, foreldrum og öðrum unnendum óumræðilega, dýrmæt, og við ykkur eru bundnar vonir, meiri og fegurri en við nokkuð annað á jörðu. Gerið alt hvað þið getið til þess, að þær vonir rætist. Notið vorið og sumarið, notið ykkar æfivor til að safna þrótli og þekkingu. Kynnið ykkur undur nátt- úrunnar, sem hvarvetna blasa við, eink- um á sumrin. Og að síðustu, munið það, að Guð er höfumdur allra þessara dásemdarverka, sem þið sjáið, og að hann er faðir ykk- ar, sem elskar ykkur miklu heitara en nokku.r maður getur gert; hann hefir gefið ykkur ódauðlega sál með hæfileik- um til óendanlegra framfara og sívax- andi þroska. Og hann, þessi ajgóði faðir, ætlast til að öll I>essi margbreytta feg- urð, sem birtist í náttúrunni, verði til þess að göfga og fegra sálir barna sinna og lyfta I>eim hærra og nær fegurðar- takmarkinu. Peim drotni, er gjörvalt skapti, skal hver skepna vegsemd róma, hans fagurt lof um fjall og dal og foldar álfur hljóma. Frh, á bls. 115.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.