Ljósberinn - 01.05.1936, Qupperneq 33
119
LJÓSBERINN
Ég’ trúi á
Jesúm
Krist.
Þegar þið sjáið mynd af frelsara ykk-
ar, þá virð'ið hann gaumgæfilega fyrir
ykkur. Ilann er hinn máttugi frelsari,
frelsai’i þinn. Hann kom til okkar, þeg-
ai' við vorum skírð. Hann á okkur. Hann
hefir keypt okkur með sínu dýrmæta
blóði á föstudaginn langa. Enginn er
eins góður og ha,nn — enginn er eins
rnáttugur og hann.
Þú mátt aldrei fara frá mér. Það
segir hann nú rétt í því, er þú horfir
á myndina af honum.
Nei, Drottinn minn og frelsari, frá
þér vil ég heldur ekki fara. Til, hvers
annars ætti ég að fara? Þú hefir oró
hins eilífa lífs.
»Minn iistvin kœr, ef aö er spurt,
hvort ætli ég frá þér í burt,
með Simoni ég' svara:
»Þú veitst, minn Herra, ég vil ei |)nö,
ég veit ei nokkurn betri stað.
Til hvers skal heldur íara?
(V. Hr.)
Valur.
»Æ, gerðu þetta ekki!« h.rópaði
Bjarni til slátraradrengsins, sem Iieysti
frarn hjá honum, og barði í sífellu misk-
unnarlaust veslings, litla, margra hest-
inn, sem dró vagninn. Bjarni stóð kyr
stundarkorn og horfði ergilega á eftir
honum. Iívað er þetta? — Þegar vagn-
inn beygði fyrir. næsta húshorn, rakst
hann á ljósastólpann, drengurinn datt;
úr vagninum, en hesturinn þaut á-
fram. Þegar hesturinn loks varð stöðv-
aður, hafði hann brotið báða vagn,-
kjálkana og vagnkassann. Drengurinn
hafði meiðst mikið við fallið.
Faðir Bjarna átti litla jörð skamt
fyrir utan bæinn. Honum þótti vænt um
öll dýr og var þeim góður. Bjarni flýtti
sér nú heim til sín og skýrði mjög
gramur frá því, sem hann, hafði séö.
— »Hesti,num verður kent um alt sam-
an, það er ég viss um,« sagði hann næst-
um grátandi.
Daginn eftir var þessi óþægi hestur
boðinn til sölu og faðir Bjarna keypti
hann fyrir lítið verð. »Hvílík heimska,«
sögðu menn, »hesturinn er óviðráðan-
legur og bítur og slær, ef komið er ná-
lægt honum.« — »Við verðum svo góðir
við hann, að hann verður þægur við
okkur, pa,bbi,« sagði Bjarni. Og faðir
Bjarna var á sömui skoðun og sagðist
mundi fara. að ráðum hans.
Hesturinn var néfndur Valur. Áður
en langt um leið fóru feðgarnir að nota
hann, til aksturs. Þeir gátu látig hann
fraa eins hægt og’ þeir vildu og nema
staðar er þeim sýndist. Hann kom til
þeirra er þeir kölluðu á hann, alalt þá
og nuddaði flibanum við þá, er vel lá
á honum. Af hverju hafði hann breyst
svona? Ekki við hörku, heldur við hina
góðu, meðferð. Áður var hann hrakinn,
hrjáður og atyrtur, hafði oft verið lam-