Ljósberinn - 01.07.1936, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.07.1936, Blaðsíða 6
152 LJÓSBERINN Litla barnið. 1 gamla daga, á meðan mennirnir enn- þá ekki trúðu orðum Jesú, og voru kald- ir og grimmir, þá ofsóttu. fieir og líflétui kristna menn, Á þeim dögum bjó maður nokkur í Rómaborg, sem hét Clemens. Hann var einn af ráðherrunum, ríkur og voldug- ur. Kona hans hét Priska. Þau áttu mörg börn; yngst þeirra var Prúdentias litli, Hann va,r hár og grannur, með stór, dimmblá augu, svart hrokkið hár og rjóðar varir. Hann var oft veikur, og þá hjúkraði Serva gamla honum. Hún var hraust kona, ættuð ofan úr Albana- fjöllunum. Hún vakti þá yfir honum dag; og nótt, því henni þótti svo ákaflega vænt um hann, vanna en um alt annað á jörðunni. Þegar Prúdentíus litli'lá þungt hald- inn af sótthita, urðui augu. hans stór og starandi, eins og hann væri að horfa á eitthvað undur faHegt. Hann brosti þá, eins og saklausu. börnin gera, þega.r þau sjá eitthvað fallegt og hrífandj. Þá bar það við nótt eina: — Prúdentíus hreyfði sig órólega í svefn- inum. Serva vaknaði og sá drenginn fara ógn hægt og gætil,ega úr rúminu niður á gólf. Hann fór því næst út í inn- anhúsagarðinn (peristylinn, sem var op- inn blómagarður eða stór blómastofa í miðjui allra rómverskra húsa). Þar úti var bjart tunglsljós, blómin ilmuðu og loftið var milt. — En hvaðan kom hinn litli drengurinn, sem hún sá þar, þessi Ijóshærði, bláeygði drengur, sem lék sér svo undurfaljega við Prúdentíus? Hún horfði höggdofa á þá. Þeir hoppuðu og léku sér og hlógu svo glaðlega og ánægju- I,ega. Serva kaljaði ósköp lágt: »Prúd- entíus!« Þá tók ljóshærði drengurinn í hend- ina á litla, leikbróður sínum og leiddi hann inn í svefnherbergið. Þvínæst hvarf hann, en Prúdentíus svaf hinn ró- legasti í rúmi sínu, Serva starði á hann í orölausri undrun. Daginn eftir var Prúdentíus orðinn \'el fríski-ir og kátur, hann lék sér við mömmu sína og Servu. Marnma hans kysti hann svo blítt og innilega, að hann fann að eitthvað óvanlegt var á seiði. Aldrei ha-fði mamma hans verið svo föl og þögad eins og nú, Hann vissi ekki, að' faðir hans, hinn drambjóti ráðherra, hafði strax um morguninn skil,ið í reiði við konu sína og hótað henni öll,u ilj,u. Hann vi,ssi ekki að í dag var hrópað á öllu,m götum Rómaborgar: »Líflátið all,a kristna menn!« Volpnaglamur heyrðist fyrir utan, það va,r barið harkalega á útidyrahurðina. Orð dyravarðarins, er hann hafði opn- að, heyrðust ekki vegna þess hve að- komumenn gáfu, út fyrirskipanir með hárri og valdsmannlegri rödd. Nokkrir harðneskjulegir hermenn komu- gegnum súlnagöngin og sögðu: »Priska, kona Clemens, í nafni keisar- ans, kom þú með oss!« Hin, rómverska kona reis úr sæti sínu, há og tignarleg og mælti: »Hver kærir mig og fyrir hvaða, afbrot er ég kærð?« »Þú ert kærð fyrir það, að þú sért kristin, en um nafn kærandans veit ég ekki«. »Verði Guðs vilji! Ég kem«, mælti hún með festu, og ró. Hún kvaddi í flýti hjð óttaslegna þjónustufólk sitt, beygði sig niður að syni sínum, Prúdentíusi litla til þess að kveðja hann, en þá seg- ir hann: »Mamma, má ég koma með þér?«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.