Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
95
fénu skipt milli hreppanna eptir fólksfjölda og greitt úr hreppa-
sjóðunum.
Áð endingu vil eg fara nokkrum orðum um utanbókar-
lœrdóm barna og hálfmentun manna. Af ]ivi, sem sagt hef-
ir verið um mentun barna og unglinga í Danmörku', sést
hversu erfitt hefir verið að hindra utanbókarlærdóminn. í
Danmörku liafa menn barist gegn honum í meira en hundr-
að ár og þó er hann enn talsverður í Danmörku. Hér ó Is-
landi er hann eins og illgresi í illa hirtum garði. Hann kæfir
niður fögur andleg blóm og góSa andlega ávexti. Hann vekur
óbeit barnsins á öllum lærdómi og jafnvel á öllum bókum. Börn
og unglingar, sem læra í belg og bySu, geta staSiS sig vel viS
próf, en þegar prófið er búið, ]>á kasta ]>au lærdóminum frá sér.
Þess vegna ríður lífið á að hnekkja utanbókarkenslu og er fyrst
og fremst nauðsynlegt að finna af hverju sú kensla kemur.
Þegar kennari kennir börnum í belg og byðu, þá kemur
það af þrennu: vanþekking, hirðuleysi og neyð, og verður
að hrinda öllu þessu úr vegi til þess að utanbókarlærdómin-
um verði hnekt. — Vanþekking kennara hverfur með góðri
kennarafræðslu á kennaraskólum, og með því að veita kenn-
urum styrk til utanfarar svo að þeir geti kynt sér beztu
kensluaðferðir í öðrum löndum. Iiirðuleysið vikur fyrir vin-
samlegu eftirliti og góðum leiðbeiningum mikilhæfs skólaum-
sjónarmanns, en úr neyðinni má bæta með sómasamlegum
launum. Fáfróður almenningur ætlar að barnakensla sé
miklu Iéttara verk eu moldarverk. Hann ætlasl til að kenn-
arinn geti kent í 12 klukkutíma eða lengur. En að réttu
lagi er góð kensla ákatlega þreytandi. Það er ekki þreyta
að hlusta á þulur og koma með sömu spurningarnar dag eft-
ir dag og ár eptir ár. Það er ekki þreyta að blína á bók-
ina og hafa að eins gætur á að barnið þylji rétt. En það
er þi'eyta, þegar kennarinn kennir með lifandi fjöri einn klukku-
tímann á fætur öðrum. Þá verður kennarinn þreyttur, auk þess
:em hann þarf nokkurn tíma til þess að búa sig undir kenslu-
stundirnar og lesa svo að hann geti haldið andlegu fjöri.
Þetta getur kennajinn þvi að eins, að hiinn þurfi eigi að hafa
önnur stðrf en barnakensluua til þess að hafa ofan af fyrir
sér og sínum, og þess vegna er það eigi einungis svo, að það
1. Lögfr. Y, 36—77. Atlis. útg-.