Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
91
þeir vilja leggja nauðsynlegt fé fram til menningar og ment-
unar þjóðinni.
Hér er eingöngu komið undir því, hvort menn vilja eða
vilja ekki. Ef menn vilja ekki leggja féð frani, þá eru til
lítils allar ráðagerðir. Þá er ekki til neins að verja tíma og
kröftum einstakra manna og fé þjóðarinnar til þess, og leggja
niður, hvernig á að koma fyrir skólum og kenslu, sem menn
svo eigi vilja veita nauðsynlegt fé. Ef menn ekki vilja veita
fé til menningar og mentunar þjóðinni, þá er eðlilegast
að lóta alt ganga, eins og það hefir gengið í ráðleysu og
vanþekking. Tíminn verður svo að sýna, hvað hægt verður
að hafa út úr fulltrúum þjóðarinnar með fortölum í hverju
einstöku tilfelli. Mentamálið verður á þann hátt alt á
ringulreið.
En við þessu er ekkert hægt að gjöra, ef þeir, sem
eiga að vera leiðtogar þjóðarinnar, bregðast svo, að þeir láta
lesti þjóðarinnar, nízku og vanþekkingu hennar vera leiðar-
stjörnur sínar, þá verður svo að vera, og æskulýðuriun má
segja: „Grísir gjalda, en gömul svín valda“.
Ef l'ulltrúar þjóðarinnar aftur á móti hafa þá trú, að
þjóðin eigi að mannast og mentast, eins og aðrar þjóðir
með mótmælendatrú, þá er sjálfsagt að sýna trúna í verkun-
um Fulltrúar þjóðarinnar eiga að vera leiðtogar hennar.
Það er beinlínis samvizkulaust, þegar fulltrúar þjóðarinnar
skeyta ekki um að mynda sér ákveðna skoðun eða sannfær-
ingu í helztu velferðarmúlefnum þjóðarinnar, og enn þá sam-
vizkulausara er það, þegar þeir breyta gegn sannfæringu sinni
og snúast eins og vindhanar eftir þjóðarviljanum.
Eg gjöri því ráð fyrir að fulltrúar þjóðarinnar hafi þá sann-
færingu, að þjóðin eigi að mentast, og að þeir séu svo sam-
vizkusamir, að þeir breyti samkvæmt sannfæringu sinni og
vilji leggja fram féð til mentunarinnar, — og þá er sjálfsagt að
byrja á að gjöra eitthvað.
Eg hefi gjört ákveðnar tillögur i mentamálinu, en þó
að menn aðhyllist þær, þá væri alveg rangt að umsteypa
öllu í einu. Á þann hátt geta menn að eins gjört ilt verra.
Oss vantar skólahús, oss vantar kennara og oss vantar þekk-
ingu í skólamálum. Það dugar ekki að brjóta sundur verk-
færin, sem vér höfum, meðan vér höfum engin í staðinn.