Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 8
96 _ NÝTT KIRKJUBLAÐ.
borgi sig að veita barnakennaranum sómasamleg laun, heldur
er það beinlínis lífsskilyrði góðrar frœðslu að barnakennarinn
geti gefið sig allan við kenslustarfi sínu, og þess vegna end-
urtek eg það, að menn verða að gjöra sér það ljóst i upphafi,
að barnakennarar þurfa málefnisins vegna að bafa sómasam-
leg laun.
Hálfmentun kemur í ljós á þann liátt, r.ð þeir, sem eru
hálfmentaðir, dœma um málefni, sem þeir hafa ekki vit eða
þekkingu á, og er þá venjulegt að þeim, sem er hálfmentað-
ur, er ekki ljóst að hann liafi ekki vit eða þekkingu á mál-
inu; þess vegna verður dómurinn opt eigi alvitlaus, en hann
verður venjulega öfugur. Hálfmentaði maðurinn dæmir, af
því að hann vill sýnast meiri en bann er, og hann telur sjálf-
um sér trú um aö dómurinn sé réttur. Dómurinn er bor-
inn fram með ímyndaðri sannfæringu og er því hættulegri
fyrir fólkið. Hér á landi er mjög mikið af hálfmentuðum
mönnum og stafar það af ]>ví að almenningur er svo fáfróð-
ur, að hann getur ekki gjört greinarmun á hálfmentun og
sannri mentun. Ef einhver hefir gengið á skóla, þá heimt-
ar alþýðan að hann geti leyst úr þeim spurningum, sern tíu
vitringar gætu eigi svarað. Pilturinn vogar ekki að játa l'á-
fræði sína og svarar, eftir því senr hann bezt getur, og fær
svo smámsaman einkenni allra hálfmentaðra manna, að þykj-
ast vita alla hluti.
Hálfmentun getur komið fyrir hjá öllum stéttum. en
þvi minna sem menn hafa lært og því lakari kenslu, sem
menn hafa fengið, þess hættara en nrönnum til þess að verða
hálfmentaðir.
Hálfmentun hefir gjört mikinn skaða hér á landi og
jafnvel vakið óbeit á allri mentun. En hálfnrenlun er eins
og þegar kál hleypur í njóla. Hún kemur af vöntun á góðri
rækt og hverfur, þegar sönn mentun færist í vöxt í landinu.
Andlegur akur þjóðarinnar hefir legið í órækt. Vér höf-
um byrjað á að rækta hann En það þarf meira til en
að stinga niður spaðanum hér og þar, eða að hlúa að einni
og einni plöntu. Ef ekki er gjört meira, þá mun þjóðin
beisklega reyna það, að illgresið verður yfirsterkara Nei.
Það þarf meira. Það þarf að laka allan akurinn til ræktun-
ar og hlúa að hverri einustu plöntu. Ef þjóðin þekkir köll-