Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 12
100
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
á forfeður vora fyrir og eftir siðaskiftin uni 1000, ])á bregður
fyrir mörgum myndunum, sem að verður að gæta. Það var
t. d. alls ekki virðulegt kenningar-nafnið sem „ágætur“ maður í
Noregi fékk á víkingaferðunum, Olvir að nafni, er hann var
kallaður „barnakarl,“ ])ví að hann var svo skrítinn, að „hann
lét eigi henda börn á spjóta oddum sem þá var víkingum títt.“
(Framli.)
lómar mannaum heiðingjatrúbooið.^
Eg held að ekki sé það málefni lil í heiminum, er sætir
jafn gagnólíkuni dómum sem heiðingjatrúhoðið, og [mð má
með sanni segja um þá menn, er að því starfi vinna, að ]ieir
verða að starfa „í heiðri og vanheiðri, hvort sem vel er tal-
að um ])á eða illa“, engu síður en heiðingjapostulinn mikli,
er lýsti starfi sínu með þessum orðum. Heiðurinn, sem þeim
áskotnast hjá heiminum er að sönnu ekki mikill; hitt mun
oftar verða hlutskifti þeirra, að þeir sæti vanheiðri, og vissu
þeir ekki, að þeirra bíður æðri og áreiðanlegri dómur en
mannanna, hefði það vafalaust oft getað orðið til þess að
diaga úr starfsþreki þeirra
Ileiðingjatrúboðið er i mesta máta háleitt málefni og því
eru gefm dýrðleg fyrirheit; en eins og alt starf, sem rek-
ið er af mönnum, hefir þetta starf sínar veiku hliðar; þeim,
sem vill finna galla á því, veitir auðvelt að finua þá. En
hins vegar er það ranglátt í þessu máli eins og hverju öðru
að draga fram aðeins eina hlið þess og látast ekki sjá aðrar,
hvort sem það nú er eingöngu dökka hliðin eða eingiingu
hin bjarta. Því svo mikið tjón, sem heiðingjatrúboðsstarfinu
má vinna með því að halda á lofli eingöngu hinum dökku
hliðum þess, þá má líka vinna þe.-su starfi tjón með þvi að
loka augunum fyrir öllu öðru en hjörtu hliðunum, — með
því að hefja það til skýjanna eða tala um það eins og þar
væri um eintómar mikilfenglegar sigurvinningar að ræða.
Vist er það, að málefni þetta mun sigra um síðir, svo sann-
arlega sem drottinn er með kirkju sinni og stríðsmönnum í
*) Sbr. Y. Sörenscn: Den rette Dom om Missionens Arbeide (Nord.
Miss. Tidsskiift I. B.)