Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 2
90 NÝTT KIRK.TUBLAÍ). jJEentun barna og unglinga, Eftir Pál heit. Briem amtmann. Alyktarorð. Niðurl. Eg sagöi í innganginurn„Islendingar hafa engar aðr- ar verulegar varnir fram að leggja sjálfir, en þœr varnir, sem mentun og andlegir yfirburðir veita. Þess vegna er afará- ríðandi að styrkja þær varnir og etla svo vel sem unt er og lögleiða hér á landi andlega landvarnarskyldu“. Eg átti með þessu við unglingaskólann, sem ég hefi talað um. Eg vil kalla að unglingarnir, sem ganga á hann, æfi sig þnr í and- legri herþjónustu fyrir landið. Þar eiga þeir að fá þekkingu og læra hlýðni eins og hermenn, og þar á að innræta þeim ást á föðurlandinu svo að þeir flýji ekki landið fyrri en þeim þykir fokið í flest skjól. I tlestum löndum Norðurálfunnar eru ungir menn skyld- ir að vera í herþjónustu. I Frakklandi eiga ungir menn að vcra í herþjónustu 3 ár, í Þýzkalandi 2 — 3 ár o. s. frv. I Þýzkalandi eiga börn að ganga í barnaskóla 6 — 14 ára að aldri, svo eiga ungir menn víða á Þýzkalandi að ganga í unglingaskóla 1—3 ár, jafnframt því sem þeir vinna fyrir sér, og loks eiga þeir að vera í herþjónustu 2—3 ár. Þrátt fyrir þetta er Þýzkaland í hinum mesta uppgangi. Þegar þetta er haft fyrir augum, þá er auðsætt, að það eru ekki gerðar ofharðar krcfur, þótt unglingar hér á landi séu skyldaðir til að ganga á skóla einn vetrartíma. Vér höfum nú séð að Islendingum er engin vorkunn á að manna sig og rnenta sig eins og aðrar þjóðir. í raun og veru standa þeir miklu betur að vígi en margar aðrar þjóðir, sem hafa mikinn herkostnað og miklu hærri gjöld en þeir. Vér höfum ennfremur séð, hvernig vér eigum að haga þjóðmentun vorri, og ]>á er eftir að athuga, hvernig vér eigum að koma henni á. Það seni þá liggur fyrst fyrir, það er spurningin um það, hvort fulltrúar þjóðarinnar vilja sinna mentamálinu og hvort ‘j Lögfr. IV, 122. Aths. útg.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.