Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Blaðsíða 11
99
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
til föður og móður og náfrænda41 sem knúði Þorvald til að fá
Friðrek með sér til að „prédika guðs erindi" á Islandi.
Og doktor Helgi kannast eigi heldur við að ástæðurnar
til kristnitökunnar hafi verið kristilegri en til sjálfs kristni-
boðsins „Hvergi kemur fram sú skoðun, að sá sem kastar
heiðni og gjörist kristinn, kjósi sannleik en hafni falstrú.“
Þegar forfeður vorir taka kristni, þá gengur þeim livað helzt
til, að þeir hyggja, að binn nýi siður muni verða þeim gagns-
meiri af því að hinmakonungurinn sé voldugri en hinirfornu
guðir.
Þessum dómi er allviða hnekt í sögum vorum. Orð Snorra
hér að framan urn afdrif Hákonar jarls andmæla meðal ann-
ars óbeinlínis þeim dómi. En nú skyldi því vera haldið fram,
að víðast dæmi um það í sögunum kristnir klerkar, senr eigi
séu óvilhallir, og er því vísast önnur betri leið en orðin og
sögudómarnir til að skilja hið sanna í því rnáli, hvað feðrum
vorum mörgum hverjum gekk til kristnitökunnar.
Hvílíkir voru mennirnir sem bezt tóku við kristninni hjá
os^? Vér skulum geta oss til hvatanna hjá þeim til siðaskift-
anna, eftir því manngildi sem þeir hafa i sögum vorunr. Efst-
ur er þar á blaði Hallur á Síðu, eitthvert allra ágætasta göf-
ugmennið sem þetta land heíir borið. Þá eru ]tað speking-
arnir Njáll á Bergþórshvoli og Gestur í Haga. Þá er ef til
vill eigi jafn-einsýnt um hvatirnar hjá höfðingjununt i Árnes-
þingi, þeim Gissuri hvíta og Hjalta Skeggjasyni, og tekur það
vísast meira til Iíjalta, en drenglyndis-raun þolir hann þó vel
við höfuð-fulltrúa heiðninnar hjá oss, er landið kristnaðist,
og var það sem kunnugt er Runólfur goði í Dal undir Eyja-
fjöllum. Það vill svo vel til aö fara má í mannjöfnuð á þeim
tveimur. Hjalti varð sekur um goðgá á alþingi 999 og það
stimar fór hann utan á því skipi er liann hafði gera látið
heima þar í Þjórsárdal, og færði skipið til sjávar el'tir Rangá
ytri. Þá kom þar maður eftir landinu og hafði spjót í hendi
og skaut til Hjalta, en liann brá við skildi og var maðurinn
tekinn, og spurður hver hann væri: „Hann kvað Runólf hafa
sent sig lil höfuðs Hjalta, og skyldi hann svo leysa sig und-
an sektum." Hjalti mælti: „Kann eg þér betra ráð, far þú
utan með mér og mun eg gera þig sýknan.“
Þegar drengskapar og mannúðar mælikvarðinn er lagður