Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Qupperneq 6
30
NÝTT KIRKJTJBLAÐ.
II.
En til þess að lífið á skipunum geti orðið kristilé’gt sjó-
mannalíf, útheimtist meira en þetta. sem ég nú hefi talað um.
Eg gœti hugsað mér, að einhver yðar segði: „Mér skyldi
vera það ljúfast allra hluta að fylgja áminningu postulans, að
íklœðast elskunni, ef ég að eins vi-si hvernig ég á að fara
að því. Hvernig get ég lært að elska aðra og lifa í elsk-
unni?w Það er sem sé sannleikur, sem ekki verður á móti
mælt, að vér getum ekki af sjálfum oss lært að elska. Kristi-
legur kærleikur þrífst hvergi nema þar sern hann á rót sína
að rekja lil trúarinnar á kærleika guðs til vor. Sá jarð-
vegur, sem kærleikurinn á að spretta fram af, er meðvitundin
um guðs náð. Þú verður að trúa innilega og barnslega á
guðs náð í Jesú Kristi. Því að hún er krafturinn, sem knýr
oss áfram á vegi helgunarinnar. Þú verður að trúa því, að
þú sért sjálfur einn af guðs útvöldu, heilögu og elskanlegu,
trúa því, að þú tért elskaður af guði eins og barnið af föð-
ur sínum, því það er þessi trú, sem ber kærleikann í skauti
sínu, — án hennar lærist oss aldrei. hve fegnir sem vér vild-
um, að íklæðast elskunni. Eftir því sem trúin styrkist eða
veikist, styrkist einnig eða veikist kærleikurinn. Þess vegna
riður á því fyrir yður, þér sjómenn, lil þess að ræða geti
orðið um kristilegt sjómannahf hjá yður úti á skipunum,
að trúarljósið fái að loga skært í hjörtum yðar. En hvernig
getið þér trygt yður það ? Til þess veit ég aðeins eitt ráð,
og það er þetta, að þér helgið sérbvern dag inrð guðs
orði og hæn. Þvi að „trúin kemur af beyrninni en heýrn-
in fyrir guðs orð“.
Þess vegna segir postulinn og strax á eftir því, að hann
hefir ámint yður um að iklæðast elskunni: „Látið cjuðs
orð búa ríkuleija hjá yður, svo að þér nieð allri speki
kennið liver öðrum o/j áminnið hver annan, — — sœtleya
syncjjandi clrotni lof í yðar hjörtum". Ég liefi drepið á
þetta, ég lield í hvert skifti sem ég hefi talað lil sjómanna,
hve áríðandi það væri að helga hvern dag með guðs orði og
bæn, vitandi sem er, að það er eina ráðið til þess að halda
trúarljósinu lifandi. Hvern árangur það hefir borið eða hvort
]>að hefir borið nokkurn árangur, það veit droltinn einn, en