Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Side 10
34
NÝTT KIKKJUBLAB.
gœtnari, mildari, ástúðlegri í orðum vorum, ef vér hefðum
])etta hugfast! Og vinna verk vor í Jesú nafni, ]>að er
á sama hátt að ihuga, áður en vér tökum til starfa, hvernig
Jesús mundi hafa farið að i vorum sporum. Hugs-
um o-s hvílík breyting yrði þá á lífi voru! Hversu yrði
«">11 ótrúmenska og öll rangsleitni og alt eiginhagsmuna tillit
landflótta úr lífi voru. Ef kauprnaðurinn verzlaði í Jesú
nafni, yrði ekki haft ranglega af neinum. Ef dómarinn dæmdi
i Jesú nafni, yrði ekki neinn ranglega dæmdur. Ef ritstjór-
inn skrifaði blað sitt í Jesú nafni, yrði enginn víssvitandi
blektur af jrví sem hann skrifaði. Hvílík gullöld rynni jrá
upp yfir oss ef það yrði reglan i lífi mannanna yfirleitt, að
gjöra alt, sem þeir aðhafast bæði í orði og verki í nafni
Jesú Krists!
Og — hvílík gullöld rynni þá upp yfir sjáfarútveg vorn,
ef þar yrði föst regla að gjöra alla hluti, hvort heldur um orð er að
ræða eða verk, i nafni Jesú! Hugsið yður, þér hásetar,
að þér með áreiðanlegri vissu gætuð gert ráð fyrir því, að
skipstjórinn og stýrimaðurinn á skipinu yðar hefðu það fyr-
ir fasta reglu að aðhafast ekkert í orði eða verki, án þess
fyrst að hafa íhugað vandlega hvað Jesús mundi hafa sagt
eða gjört í þeirra kringumstæðum ? Haldið þér ekki, að yð-
ur yrði Ijúfara og eðlilegra að hlýða þeim í hverju sem þeir
legðu fyrir yður að framkvæma? Haldið þér ekki, að þér
yrðuð rólegri um hag sjálfra yðar eða skipsins yðar,
óhræddari um líf yðar, er þið vissuð skipin yðar í hönd'
um slíkra manna? Eða þér skipstjórar og yfirmenn skip-
anna, hugsið yður, að þér gæluð ávalt að því visu ge.ngið,
að hásetarnir hefðu það fyrir fusta reglu að aðhafast ekkert
í orði né verki án þess fvrst að hafa ílmgað hvað Jesús
mundi bafa gjört i þeirra sporum? Mundi ]>að ekki gjöra
yður léttari hina ábyrgðarmiklu stöðu yðar, mundi það ekki
verða yður ánægjulegra í alla staði að bjóða yfir slíkum
mönnum. Á þvi getur enginn vafi leikið.
En nú þykist ég vita, að einhver yðar hugsi i hjarta
sínu: En ó þessu er nú einungis sá galli, að prestur-
inn þekkir ekki það sem hann er að tala um, veit ekki, að
slíkt er öldungis óframkvæmanlegt. Það er að visu satt,
að égþekki alt of lítið til þess, hvernig til hagar á skipunum