Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Qupperneq 8
32 NÝTT KTKRJUBLAÐ. _
sjómannalifs, aö hver mahur gjöri skyldu sína meb allri trú-
mensku og samvizkusemi og gleði.
0, að ég gæti komið ySur öllum i skilning um þennan
einfalda sannleika — og ekki aðeins komið yður í skilning
um hann, heldur einnig liaft ]mu áhrif á yður með orðum mín-
um, að ])að yrði svo eftirleiðis á skipunum okkar, að sjó-
mennirnir helguðu hvern dag með guðs orði og bæn! Eg
segi yður það satt, að þá yrði mikil breyting á sjómannalífinu
út á þilskipum vorum er trúarlíf einstaklinganna fengi dag-
lega styrkst af guðs orði. Og þetta gelur orðið, ef þér
viljið ]>að sjólfir. Ég get ekki hugsað mér þann skipstjóra,
sem ekki gerði ]>að fyrir háseta sína ef þeir óskubu þess, -
eða þá skipshöfn sem ekki tæki því með gleði ef skipstjórinn
biði henni það. Eg skal ekki fjölyrða um það, hvernig reglu-
semi og skyldurækni og trúmenska og hlýðni færi í vöxt á
skipunum, — það sem mest er um vert er þó það, hvernig
kærleikurinn yrði þá brátt það algjörleikans band sem sam-
tengdi alla skipverjana í eitt kristilegt bræðrafélag, þar sem
hver kepti við annan um að auðsýna hinum kærleika, áminna hann
leiðrétta og Iagfæra, styðja hann og hjálpa honum jafnt í tím-
anlegu og andlegu tilliti. Og svo dýrmætt sem þetta yrði
fyrir sjómannastéttina sjálfa, jafn dýrmœtt yrði það lika
ocj ekki síður fyrir aðstandendur sjómannanna i landi,
ef þeir vissu af því, að líf sjómannanna úti á djúþunum væri
helgað með guðs orði og bæn og þeir samtengdir sín á milli kær-
leikans heilaga bandi. Ég segi það satt og fer ekki með
neinar öfgar, að þá yrðn farri áhyggjuslundirnar heima fyrir
hjá ástvinunum í landi, hjá konunni, bjó börnunum, hjá for-
eldrunum og hjá systkinunum. Og þegar þeim bærist rauna-
saga utan af djúpunum, um einhvern ástvininn, að djúpið
hefði orðið honum dauðans djúp, — hve gerði það þá
sorgina léttbærari að vita með vissu, að guðs orð og bæn
hefði verið daglegur kostur þess er fékk sæng uppreidda i
öldum hafsins.
Látið því guðs orð búa ríkidega bjá yður, svo að þér
helgið hvern dag dvalar yðar á sjónum með guðs orði og
bæn, og verið þe.ss fullvissir, að ómetanteg blessun mun af
því hljótast, bæði tímanleg og andleg, því að sama skapi sem
sálir yðar fá að mettast og styrkjast daglegaj_af guðs orði og