Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
29
pinna. Þú íklæðist elskunni gagnvart þeim, ekki þannig að
þú lokir augunum fyrir brestum þeirra, því að þaS væri ekki
réttur kærleikur, heldur þannig aS þú umber þá í kærleika
og leitast viS meS hógværS aS hjálpa þeim til aS losna viS
bresti sína. Kærleikurinn á aS sameina oss, svo aS vér eins og
bræSur hjálpnm hver öðrum til að ná fullkomnunar-takmarkinu-
— Þú mátt og vera við því búinn, að þér lendi saman við menn,
sem beinlinis gjöra á hluta þinn og móðga þig á ýmsa vegu.
Einnig hér ríður á, að þú íklæðist elskunni og lærir að
fyrirgefa þær móðganir, sem þú verður fyrir. Það getur veitt
erfitt, svo rik sem sjálfelskan er hjá oss En ef þú þá vild-
ir hugfesta þér hversu oft þú hefir móðgaS guð og hann þó
fyrirgefið þér, ætti það ekki að verða svo ókleift fyrir þig að
fyrirgefa bróður þínum það sem liann rnisgjörir við þig. En
með því að launa móðganir með góðvild, muntu brátt safna
glóðum elds á höfuð mótstöðumanni þínum. — Og loks máttu
vera við því búinn, að þér lendi þegar út á sjóinn kemur
saman við einhvern þann sem þreyttur er orðinn i lifsins
stríði eða saman við einhvern þann sem enn er óreyndur í
lífsins stríði. Sjá, þar reynir aftur á kærleika þinn, að þú
sért fús til að rétta hjálparhönd þar sem þú getur því við
komið. Yfir höfuð að tala, rnun yður aldrei vanta tæki'ærin
til þess að auðsýna kærleika félögum yðar á sjónum, ef
aðeins ekki vantar viljann til að auösýna hann.
Þess vegna vil ég nú biðja yður, þér sjómenn! er þér
leegið út á djúpin að hugfesta yður þessa áminningu post
ulans: „íklæðist umfrain alt elskunni þvi að hún er band
algjörleikans". Munið eftir því jafnan, að þér eiuð allir bræð-
ur, börn eins og sama föðursins og allir ákvarðaðir til sama
eilífa lífsins. Þér yfirmenn, sem eigið að segja fyrir á skip-
unum, munið eftir að íklæðast elskunui, og sjá, að sama
skapi sem þér látið í öllu sjálfir stjórnast af kærleika, að
sama skapi munuð þér einnig ávinna yður traust skipshafu
arinnar og fá hlýðna og trúa undirmenn á skipum yðar.
Og þér hásetar, munið eftir að íklæðast elskunni hvor til
annars, og verið þess fullvissir, að friður og eindrægui mun
verða ríkjandi á meðal yðar og dvölin á skipinu verða yður
ánægjuleg og blessunarrik.