Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Page 3
NÝTT KIRKJUBLAf)
91
gœti, sem fyrst birtast oss fullkomlega, er maðurinn er lát-
inn: — „En skyldi það álit á hinum látna ekki vera réttara,
gófugra, líkara þvi, hvernig guð almáttugur lítur á mennina?11
Erindið er eigi jafnvel kveðið og nú gerist, en páskahugs-
un er í þvi, og kann að verða fleirum huggunarorð:
Þvi fleiri sem af vinum vorum
verða fluttir í sæluheim,
æ ])ví glaðari gleggri sporum
göngum vér helveg eftir þeim.
Þeir eru blóm á blíðheims strönd,
sem blasir við himinfúsri önd.
#yí {iá ekki kirkju=blað?
------ [NiBurl.].
Frjálslynd kirkja? — Er ekki mótsögn í sjálfum orðun-
um? — Sligar ekki hvort orðið annað? Fer ekki frjálslyndið
með kirkjuna? Og kirkjan þá — með frjálslyndið?
Og sé nú svo, hvaða erindi á þá frjálslynt kirkjublað?
Það er miklu hægra að kasta fram spurningunum en
svara þeim.
Eg á ekki við dómana frá óvinum alls frelsis i kirkjunni,
frá mönnum, sem sjálfir eru ótrúbneigðir, þurfa eigi og vilja
eigi um slíkt hugsa, en líta á kirkjuna sem forna, lögbundna
stofnun, þar sem alt sé í skorðum og engu megi raska.
Slíkir verðir rétttrúnaðarins hafa ávalt verið og eru enn,
ekki sízt i lútersku kirkjunni. Eg hefi frernur í huga kristið
fólk, sem hræðist frjálslyndið, ekki vegna sjálfs sín, segir það
alloft, heldur vegna annara, vegna smælingjanna, sem kunna
að hneykslast. Það má ekkert koma opinberlega fram. Allir
verða að hægja á sér vegna þeirra.
Hér á Iandi er — sem betur fer — varla svo blindur
ofstækismaður, að hann játi eigi, að einstaklingurinn geti verið
þetta hvorltveggja í senn: frjálslyndur og umburðarlyndur,
prófandi og rannsakandi, og þó kristinn maður, góður og
gildur í kirkjunni — ef hann hefir sig þar ekki frammi með
frjálslyndi sitt og rannsóknir.