Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 11
NÝTT KIREJUBtLAÐ 155 hlýtur svo að vera. Alt uppbyggingar-starf er meðfram “nið- urrífandi“. Þegar menn því tala um byltingarfíkn hjá hinum nýju guð- frœðingum, um löngun til að umturna og kollvarpa, um skort á lotningufyrir hinum kirkjulega kenningar-arfi o.s.frv., þá er það skiljanlegt í mörgu tilliti, en nýtilkomið er það ekki fremur en hrópyrðin um vantrú og kristindómsafneitun. Þeir verba að hugga sig við það, að til siíkra meðala hefir verið gripið á öllum timum, er mönnunum fanst lifið ríða á að keyra einhverjar nýjar skoðanir niður í djúp ]>agnar og gleymsku, — en jafnframt minnast hins, að það er alt af sannleikurinn, sem sigrar um síðir. Mönnum getur að \ísu tekist að drepa niður sannleikauum um stundarsakir eða að tefja fyrir viður- kenningu hans. En sagan sýnir, að sá sigur stendur aldrei lengi. Fyr eða síðar kemur sigurtími sannleikans, er hann hlýtur almenna viðurkenningu, og allar hrakspár manna um hinar skaðlegu afleiðingar hans verða sér til skammar. Góðir menn, sem á vorum dögum eru að amast við nýju guðfrœðinni og ónotast við þá menn, sem fylgja þeirri stefnu að málum að einhverju leyti, gerðu rétt i að minnast þess, hve mikill lduti þeirra kenninga og skoðana, sem nú eru oss dýrmætur sannleiki, og virðast oss nú sjálfsagður liður í hinni kristilegu sannleiksheild, hefir á liðinni tíð átt sér sína píslarsögu og fyrst eftir ef til vill margra alda mótspyrnu skammsýnna manna öðlast þá almennu viðurkenningu, sem þær eiga nú við að búa. Það kynni að geta gert þá var- kárari í dómum sínurn um hina nýju guðfra'ðisstefnu og ýmsar af kenningum hennar, sem nýstárlegar kunna að þykja og í fljótu bragði ósamrímanlegar því sem eftir þeirra skoð- un er réttur kristindómur. Til er sá þáttur í sögu kirkjunnar, sem nefna mætti hrakfarasögu hennar. Það er sagan, sem lýsir fj-amkomu kirkjunnar gagnvart sannleiksbaráttu mannanna og viðleitni þeirra í þvi að gera sér seru Ijósasta grein fyrir lífsins ráð- gátum og öðlast sjálfstæða skoðun á leyndardómum guð- hræðslunnar. Þessi hrakfarasaga hefði orðið allmörgum kapítulum styttri, ef kirkjurlnar menn fyr á tímum hefðu verið gætnari í staðhæfingum sinum og varkárari í dómum sínum — i einu orði: vitrari í allri framkomu sinni gegn nýj-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.