Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 13
NÝTT KIREJTJBLAÍ) 15? Mér finst því, nú orðið, og eftir því fremur sem eg hugsa meira um þetta, að þessar skýringar hvorki eigi né þurfi að lærast af börnunum, sízt utan að, eins og þær væru höfuð- setningar sjálfs kristindómsins. Skýringar kverhöfundanna eru ekki annað en leiðbeining og stuðningur fyrir pre-ta og aðra kristindómskennendur barnanna. Það eru einmitt hinir lifandi, viðtalandi kennendur, sem eiga að koma börnunum til hins réttasta skilnings á efni kversins og gróðursetja hann í hugum og hjörtum ungling- anna með lifandi, frjálsri rökleiðslu, sem næst samkvæmt anda og dæmi frelsarans, og eðli og þörf barnanna, en ekki með löghelguðum upp og niður skýringum einstakra manna, er eigi megi hagga. Kverin, sem við nú eigum, eru því ágæt trúfræðis og siðfræðisrit til sjálfstæðs lesturs og fróðleiks handa fullorðn- um mönnum, og til stuðnings og leiðbeiningar barnauppfræð- endum við kristindóms og siðgæðiskensluna, en alls ekki fyrir börnin sjálf. Þau ættu og þyrftu að fá að eins aðalefnið, höfuðatriðin, kjarnann sjálfan í ki-istindóminum inn í hugann og hjartað og minnið, helzt án allra umbúða, að eins ritning- arorðin sjálf, sem ljósast og beinast eiga við hverja kenningu, og annað ekki til utan að lærdóms. Samkvæmt framansögðu mætti þá stytta Helgakver þannig, að haldist allar efnisskiftingar og niðurröðun kenninganna og fyrirsagnir parta og kafla. Fi’æðin haldi sér með viðeigandi ritningargreinum, en öllum skýringum Lúters slept. I stað stórastýlsgreinanna kæmu víða fyrirsagnir sem ættu við ritn- ingargreinarnar. Með þessu eða liku lagi yrði kverið sjálfsagt vel helmingi styttra, og um leið aðgengilegra fyrir börnin. £g fyrir mitt leyti sé enn sem komið er ekkert ráð vænlegra til umbóta og breytinga, og varla finst mér annað reynandi fyrst um sinn. (Ó. V.) IV. Ekki skyldi eg leggjast á móti algerðu afnámi þessa utanbókar kvernánis, sem gerir kristindómsfræðsluna dauða, og hverju ungmenni Ieiða. — Heldur vil eg Klaveness, en Ljóðakverið. — Ómögulegt væri mér að kenna þær gnðsorðabögur. Er hissa hvað Valdi-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.