Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 1. nóvember 21. blað -^ ^^¦^¦.-..-..^¦^.-. A S~..^^s- |étur biskup jjlétursson 1808—1908. Enn er afstaðin aldarminning eins vors mikilhæfasta og ágætasta manns. Af kirkjunnar mönnum eru þeír tveir sem svo- er minzt þessi árin, þeir Tómas Sœmundsson og Pétur biskup.- Tómas er árinu eldri og árinu fyr vígður. Báðir verða svo prófastar, og báðir verða lífið og sálin i öllum félags- málum, hvor í sínu héraði. Báðir rita þeir mikið, Tómas verklegri umbótamabur þjóðfélagsins, Pétur meir i kirkjuleg- um fræðum. En samferðinni var harla skjótt lokið. Tómas látinn 1841. Um samvinnu þeirra manna virðist eigi vera að ræða meðan uppi voru saman. Lítið um andlega mið- stöð í höfuðstaðnum, og liffæri þjóðar og kirkju þó enn miklu vesælli þá en nú. MinningTómasar er hjá þ]óðinni heitariogviðkvæmari. Eld- urinn sem af brennur var eigi slíkur í sálu Péturs. Og Tómas deyr ungur frá hugsjónunum skínandi björtum. Pétur verður að brjótast við framkvæmdirnar í löngu lífi, verður tiðum að aka seglum eftir vindi, og taka því sem býðst. Minningu beggja hefir verið rœkilega á lofti haldið af ættmönnum. Nú er komin bókin um Pétur biskup eftir tengda- son Iians, dr. Þorvald Thoroddsen, eins og frá var sagt fyrir löngu hér i blaðinu. Æfisagan er 22 arkir í slóru broti, Frágangur er hinn vandaðasti. Þeir eru kostnaðarmenn sáman höfundurinn og Sigurður Kristján,sson. Sigurður hefir úlgáfuréttimi að guðs- orðabókum Péturs, og telur sér það bæði sæmd og seim, og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.