Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Side 4

Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Side 4
52 _ NÝTT KIRKJUBLAÐ borið mig saman við Jesú nema lauslega. Raunar vissi ég, að mikill hlaut að vera munur okkar. En ég hafði samt vonað, að dálítið hefði mér tekist að líkjast honum og mundi geta talist lærisveinn hans. En nú félst mér hugur og spyr í undrun og örvæntingu: Hvernig er ]>essu varið? Sam- vizka mín vaknar og svarar? Þvi er svo varið, að þú hefir ekki hirt um að láta sama lunderni vera í þér, sem var í Jesú Kristi.11 Þessi sannleikur slær mig. Eg sé nú ljós- lega, að ég hefi misskilið sjálfan mig og kristindóminn og er óhæfur til að geta talist meðal lærisveina Jesú. Nú verð ég gagntekinn af iðrun og skelfingu. Eg voga ekki að líta til Jesú. En þá er sem liann tali til mín í al- varlegum og þó blíðum róm: „Láttu ekki hugfallast. Þér er gefið færi á að sjá nú þegar hvar þú ert staddur, til þess þú takir sinnaskifti og snúir í tíma á réttan veg. Ef þú vilt héreftir æfa þig í því, að innræta þér mitt lunderni, þá er hið fyrra farið“. Við þessi orð verður mér hughægara, en er þó óttafullur og tel vandkvæði: „Eg er svo veikur og breyskur, að ég get þetta ekki! Auk þess hefir umheimur minn, staða mín og störf mín, áhrif á framkomu mína“. Aft- ur er sem hann svari mér, hughreystandi: „Sé viljinn hjá þér einlægur, þá hiðurðu guð iðulega um hjálp. Og þú munt reyna, að hann ef máttugur í veikleikanum. Og hafirðu mitt lunderni, þá verður framkoma þín eins og hún á að vera, hvernig sem umheimurinn, staðan og störfin eru“. Og nú opnar hann annan stað i bókinni fyrir mér og sýnir mér afmálaðar myndir af allskonar atvikum, háttum og störfum, sem fyrir geta komið í daglegu lifi. Eg sé, að á háðum blaðsiðunum eru myndirnar alveg hinar sömu. Og þó hafa þær alveg ólíkan blæ: Öðrum megin eru öll verk unnin með vigingjörnum hug, til að afla sér og sínum sér- stöku áhangendum þæginda, álits eða auðs. Þar er sífeld samkeppni um stundarhagnað, sífeldar deilur útaf nautninni, hégómadýrðinni og auðsafninu. llr deilunum skér það vald. sem er annaðhvort opinber eða dularklæddur hnefaréttur. Hinum megin eru öll verk unnin i anda Jesú Krists og með lunderni hans. Þar er stöðug samkeppni í því, að gjöra sem mest guði til dýrðar. Og með þvi að þar er það öllum Ijóst, að menn geta ekki dýrkað kærleikans guð með

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.