Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJUBLaÐ
53
neinu öðru enn ])ví, að æfa sig stöðuglega í kærleikanum, þá
láta þeir Jöngun sína til að efla dýrð Iians sem mest, koma
fram í því að gagna öðrum sem mest. Þetta sýnir sig í stöð-
ugri trúmensku í köllun sinni, liver sem hún er; í ástund-
un og vandvirkni í störfum sínum, hver sem þau eru; í
notasemi í viðbúð og í góðvild og Ijúflyndi í umgengni allri.
Þar sækist enginn eftir hærri verkalaunum eða ávinningi
enn sanngjarnlegt er, og enginn leitast við að slíjótast undan
þeim útgjöldum, sem honum ber að greiða, leggur heldur
hart á sig. Þar ber hver umhyggju fyrir öðrum, því her eng-
inn áhyggju fyrir sínum þörfum, — þess þarf ekki, — en enginn
dregur sig þó í hlé. Þar gerir hver slíkt er hann má fyrir
aðra. Þar er ekki safnað auði með síngirni né harðræði.
En safnist hann eigi að síður, er hann notaður til hjálpar í
viðlögum og til að efla framfarir í öllu því, er til sannrar
nytsemdar horfir. Þar er sífelt leitast við að efla andlegan
og líkamlegan þroska manna, gjöra þá fullkomnari og kær-
leiksríkari. Þar er það í stuttu máli haft fyrir augum, að
allir menn megi verða sönn börn föðursins, sem á himnum
er og sannir bræður Jesú Kiists samkvæmt tilgangi hans.
Þó að mannlegri skammsýni sé, þar eins og alstaðar, hætt
við misskilningi og þar af leiðandi ágreiningi, þá er jafnskjótt
komið i veg fyrir hann: þá spyrja rnenn sjálfa sig: Hvað
mundi Jesús Kristur nú gjöru í mínum sporum?“ Þá er
svarið jafnan auðfundiö, og á þann hátt er kærleikanum
borgið. Þar eru allir hógværir og góðgjarnir í viðræðunr og
mildir og nærgætnir í dómum um náungann Hafi honum
orðið á, þá eru öll tildrög athuguð og tekin til greina áður
en myndað er ákveðið álit um mál hans. Það er varast að
færa nokkurt atvik til verri vegar, en glaðst við þá von, að
hjá hinum breyzka n)uni þó vera góður vilji til að sigra
breyskleikann með guðs hjálp eftirleiðis. Og þessi von ræt-
ist jafnan, því hin kærleiksfulla meðferð, sem hinn breyski
verður fyrir, hefir bætandi og styrkjandi áhrif á hann Þar
leggur hver maður alúð á, að láta dæmi sitt lýsa, sem ljós,
fyrir öðrum í smáu og stóru. Með þvi uppörfa menn hver
annan, jafnvel betur enn með beztu ræöum, — þó þær séu
góðar með. Þar er, í einu orði sagt, lögð öll áherzlan á
það eitt: að cefast betar og betur í því, að láta sama