Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Page 12
60_ _ NÝTT KIRKJÖBLAÐ ____
við sjáandi sáum ekki. Eg spurði hann ])á stundum hvað
hann hefði séð, en hann vildi sem fæst um það tala. Þegar
hann sá eithvað með sinni innri sjón, var [>að hans vani, að
ræskja sig og skirpa.
Þegar ég var 6—7 ára gamali, var ég forvitinn eins og
önnur börn. Skeði ])að þá einn morgun að gamli Jón ræskti
sig og skirpti í meira lagi. Hljóp ég þá upp í kjöltu karls
og bað hann að segja mér hvað hann hefði séð, en hann
færðist undan því. „Æ góði Jón segðu mér það, ég þarf
endilega að vita það„ sagði ég. Lét hann þá loksins eftir
niér og sagði „0 — það var óhræsi“ — „Hvaða merking hef-
ir það,? hvað skeður þegar þú sér það?“ — „0 — það er
nú ekki rnerkur viðburður, hann Jón Hildarson kemur ætið
skömmum tíma á eftir“ — „Það er ómögulegt, nú er stór-
hríð í dag“ sagði ég. En skömmu síðar var barið á dyr, og
reyndist svo, að Jón Hildarson var þá kominn, til þess að
sækja meðul til föður mins handa móður sinni. —
Líkt þessu bar oft við, en ekki er auðvelt að skilja það
samband, að blindur maður sér eiuhverja mynd, sem er fyr-
irburður þoss, sem síðar kemur fram, eða það sem ganda
fólkið kallaði fylgjur.
Þegar ég bjó á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, en síra Björn
Halldórsson var prestur í Laufási var vinátta milli okkar, svo
við gerðum þann samning fyrir nokkur ár, að ég væri hjá
honum 2—3 daga í skamdeginu annan vetur, en hann hjá
mér hinn veturinn. Milli heimila okkar var talið að væri '/s
úr þingmannaleið. Þegar ég á einni þessari ferð fór frá Lauf-
ási heim til mín, komst ég heldur seint af stað um morgun-
inn, og skiðafærið var ekki gott, svo komið var fast að dag-
setri á seinustu bæjarleiðinni, og byrjuð þykk logndrífa. Dá-
litið leiti eða hallandi var vestan við bæinn. Þegar ég kom
þangað, kom maður á skíðum á rnóti mér í hríðarúlpu með
mývatnshettu, svo andlitið sást ekki, en mér sýndist hann líkj-
ast einum vinnumanninum niínum, kallaði ég þvi til hans, og
spyr hann, hvort fólkið heima sé orðið hrætt um mig og hvort
hann sé að leita mín. Hann ansaði engu, en beygir við fáa
faðma frá mér á snið upp i brekkuna. Eg kallaði til hans
aftur og spyr: þvi hann svari mér ekki, hvort hann sé að
fara, og hvort ekki sé nær að snúa við heim tilmín? Sneri