Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Qupperneq 2

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Qupperneq 2
74 NÝTT KIRKJUBLAÐ AA urinn góði lést á sóttarsæng, en endur- og umbóta kirkjuþing- ið mikla sern lialdið var 1414 lét grafa bein hans úr jörðu og brenna, og Severn bar öskuna til sjávar. Þá, um og fyrir siðbótartimann, liefði verkamaður þurft að verja kaupi sínu um 15 vetur til að eignast Wickliffs biblíu. Nú tekur það hann eigi nema eina dagstund að vinna fyrir ódýrustu útgáfunni af biblíunni. Það er munurinn. Jánstraust kirkna. Sóknargjaldalögin, sem yfir riðu á þinginu 1909 og voru að öllu leyti án tilhlutunar og forgöngu kirkjunnar, fóru al- veg með lánstraust kirkna. Þær eru sviftar sínum föstu og ábyggilegu tekjum, en nefskattur kemur í staðinn, persónu- gjald er hver getur hlaupið frá er vill. I þeirri löggjöf er því aðeins vit, að landssjóður sé kirkj- unum sami bakhjarl og prestunum. Að hann bæti og borgi, á hverju sem veltur. Og auðsótt dómsmál þykjast bændakirk ju- eigendur hafa gegn landssjóði, verði kirkjur þeirra fyrir skakka- falli af sóknargjaldalögunum. Prestastefnan siðasta reynir að bæta úr lánstrausts-spilling- unni. Landsstjórnin ílytur fyrir biskup frumvarp um það. Fimm manna nefnd í efri-deild, öll og óskift, rökstyður það viturlega og vandlega, og svo fellur málið í deildinni. Mun sb'kt eins dæmi um mál svo í garðinn búið. Fyrir og um aldamótin síðustu varð landssjóður að snara út svo tugum þúsunda skifti til að losna við fáeinar klaustur- kirkjur. Nú komast allar lénskirkjur landsins við launabreyt- inguna í sömu réttarstöðu og klausturkirkjurnar. Það hefir undanfarið verið ótrúlega góður skriður á því að konia þeim kirkjum í umsjón safnaða, enda þótt fátækar væru, einmitt vegna þess — og vegna þess eins — að hægt hefir verið að heita söfnuðinum vildarláni úr hinum Almenna kirkjusjóði, til umbóta eða endurreisnar. Einar 18 lénskirkjur hafa á tveim árum komist í umsjón safnaða, og eigi hefir þurft nenia lítilfjörlegt álag á tvær þeirra frá landssjóði. Nú verða söfn- uðirnir margfait örðugri, er heimta þarf af þeim sömu eða

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.