Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 79
ur var fyrirbúið frá upphafi veraldar.“ Og ástœðan er sú, að
þessir menn liafa auðsýnt smœlingjunum kærleika í verki. „Það
sem þér hafið gjört einum þessara bræðra minna, sem minstir
eru, það bafið þér mér gjört.“ Hvergi sést það ef til vill
betur en í þessari mikilfenglegu lýsingu Jesú á dómnum, sem
kveðinn mun verða upp yfir þjóðunum við endurkomu hans,
að það sem Jesús lítur á öliu öðru fremur er „hið dulda hjá
mönnunum" — hjartalagið. En meðvitundin um það, að
drottinn lítur á hjartað, ætti ekki síst að vera oss hvöt til að
vera varkárir í dómum vorum eða skoðunum hvor um ann-
an; þvi að vér þekkjum aðeins hið ytra, en drottinn dæmir
hið dnlda hjá mönnunum, „drottinn lítur á hjartað“, hann einn
veit hvað í hjartanu býr. Finni nú guð í hjarta mannsius
kærleika til „hins góða, fagra og fullkomna,“ þá finnur hann
þar, eftir orði postulans, kærleika til vilja síns (Róm. 12,2).
En skyldi guð útiloka frá eilífu lífi nokkurn þann sem hann
finnur hjá kærleika til vilja síns, — þó ekki sé nema veika viðleitni
í að framkvæma hann? Eg trúi því ekki. Eg vil jafnvel fara svo
langt að segja: Hvar sem guð sér manninn, hvort sem hann er
kristinn talinn eða'heiðinn, ástunda hið góða, —þar sér hann
trú. Þvi að alt sem gott er, það er sprottið af trú. Já, guð
getur ekki aðeins fundið í hjartadjúpi mannsins ])á trú, sem
hefir gildi í lians augum, þótt vér komum ekki auga á hana,
heldur getur hann einnig fundið hana hjá mörgum mannin-
um, sem sjálfur áleit sig ekki hafa neina trú*. Því að svo und-
arlegur heimur er mannsins hjarta, að trúin getur falist þar
án þess að maðurinn viti af því sjálfur; maðurinn getur sér
óafvitandi verið húinn að ákvarða sig fyrir guð með því að
ákvarða sig fyrir hið góða, hið sanna og hið rétta, gelur ver-
ið húinn að gefa guði hjarta sitt án þess að hafa beint hug-
mynd um það sjálfur, — gefa honum það í áslundun hins
„góða, fagra og fullkomna,“ gefa honum það í kærleika til
„þessara hræðra minna, sem minstir eru“ eins og Jesús kall-
* Samu lnigsunin vakir iireiðanlega fyrir Jansen presti er hann
kemst svo að orði: „Ekki-kristnir menn hafa enga vitandi trú á Krist.
En með því að ákvurða sig fyrir hið góða, fyrir sannleikann, hafa peir
sér óafvitnmli að nokkru leyti ákvarðað sig fyrir Krist, enda þótt þeil’
ekki játi liann guðsson og geti yfirleitt ekki tekið undir hina kristilegu
játningu trúurinnar11 (Lulh. Kirkelidende 1910 bis. 055).