Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Síða 10
82
NÝTT KIRKJUELAÐ
geti öðlast eilífa lífið. Þegar Jesús segir: „Dæniið ekki!“ þá áminn-
ir hann oss að vísu um að varast hið fyrirdæmandi hjartalag
ylirhöfuð. En orðin hafa vafalaust einnig aðra nierkingu, sér-
staklegra eðlis, eða gætu að minsta kosti haft það: Láttu það
hjartalag vera í þér, að þú aldrei, skilyrðislaust aldrei, segir
um nokkurn mann: Hann er án alls innra sambands við
guð; deyi hann á þessu augnablild, er honum glötunin vís,
hann lendir í eldsvítinu (Gehenna)!
Oss mönnutn veitir svo afarerfitt að muna eftir þessu, að
dómurinn tiiheyrir drotni, en ekki oss, — að vort er þar á móti
að vona alt hið besta og hjálpa til þess i kærleika og um-
burðarlyndi, að vonir vorar rætist. „Kærleikurinn trúir öllu,
vonar alt, umber alt.“
Mér dettur í bug saga ein, sem eg hefi lesið fyrir alllöngu.
Það er saga af presti eða réttara tveimur prestum, ungum
og gömlum. Ungi presturinn var heitur í trúnni, strang-
ur, eins og ungir prestar eru oft. Einhverju sinni bar svo
til, aö gömul kona andaðist i prestakalli hans og nú átti
hann að halda líkræðuna yfir henni. En konan hafði ekki
verið það, sem ungi presturinn kallaði trúuð kona; hafði ekki
sótt kirkju eða gengið til guðsborðs eða yfirhöfuð tekið nokk-
urn þátt í guðræknislifi safnaðarins. Og þegar ungi prestur-
inn ætlaði að fara að skrifa, flugu honum í hugorðin: „Hver
sem ekki trúir mun fyrirdæmdur verða!“ Þessi kona getur
ekki orðið hólpinn, hugsaði ungi presturinn, og það verður
að segjast öðrum til viðvörunar. En hvernig sem hann dýfði
pennanum í byttuna, kom ekkert á pappirinn. Það var eins
og honum væri varnað að geta komið orði að nokkurri hugsun.
I vandræðum sínum fleygði ungi presturinn frá sér pennan-
um, tók staf sinn og hatt og gekk til nábúa síns, gamla
prestsins. Sagði hann honum í hvaða vanda hann væri staddur;
konan, sem hann ætli að tala yfir, hefði verið vantrúuð, en
sér væri ómögulegt að semja líkræðuna yfir hana. Gamli
presturinn kinkaði kolli og mælti: „Ráð veit eg við öllu þessu,
ungi vinur! Farið heim aftur, setjist við skrifborðið yðar og
farið að skrifa. En hugsið yður jafnframt, að það sé móðir
yðar látin, sem þér eigið að fala yfir!“ Að svo búnu fór ungi
presturinn heim til sín og tók aftur að glíma við líkræðuna.
En nú fóll honum verkið svo undurlétt, því að hann hugsaði