Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 6

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Side 6
78 NÝTT KIRKJCJBLAÐ komnum þessa heims, verði gjört mögulegt að ná fyllri þroska annars heims, eins eigum vér þá von í trúnni á föðurkær- leika guðs, að hann muni gjöra ekki-kristnum mönnum, sem hér i lífi þroskuðu í siðferðilegri breytni sinn innra mann, eftir því sem þeir frekast gátu, slík sem lífsskilyrði þeirra voru, — að hann muni gjöra þeim mögulegt að ná fullum þroska annars heims, þeim þroska, sem til þess útheimtist að geta notið alsælu fullkomins guðsbarna-samfélags, að þeir geti þar þroskast til trúarinnar á Krist sem grundvöll alls hjálpræðis vors, svo að orðin „enginn kemur til föðursins nema fyrir mig“ verði einnig hvað þá snertir sannleikurinn algildi. IV. Að þetta sé í fullu samræmi við þá opinberun guðs, sem Jesús hefir ílutt oss, í fullu samræmi við fagnaðarerindi hans, — það er innileg sannfæring mín. Það er ekki aðeins Pétur postuli, sem kennir, að „guði sé þóknanlegur í hverri þjóð sá er hann óttast og stundar réttlæti“ (Post. 10,35). Og það er ekki aðeins Páll postuli sem gjörir ráð fyrir, að heiðnir menn sem „ekki hafa lögmál, en gjöra ósjálfrátt það sem lögmálið býður“ þ. e leggja stund á siðferðilega fullkomnun, „muni réttlættir verða“ „á þeim degi, er guð mun dæma hið dulda hjá mönnunum“ (Róm. 2,13—16), og gjörir í ræðunni á Aresarhæð, ráð fyrir að einnig heiðingjar leiti guðs og geti jafnvel fundið hann (Post. 17,27). Jesús sjálfur gefur oss bendingar í sömu átt. Hann segir í viðtali áínu við heiðingj- ann Pílatus: „Hver sem er af sannleikanum, hlýðir minni röddu“ (Jóh. 18,37). Hann segir við fræðimanninn, sem þó ekki var lærisveinn lians: „Þú ert ekki fjarri guðsn'ki“ (Mark. 12,34). Hann væntir þess að sjá Abraham, ísak og Jakob og spámennina sitja til borðs í guðs ríki, og þó voj'u þeir ekki trúaðir í kirkjulegum skilningi. Hann segii-, að hver sá er gefi lærisveinunum hikar vatns að drekka, af ]>ví að þeir séu hans, muni ekki fara á mis við laun sin (Mai'k. 9,41). En hvei’gi kemur þetta þó áþreifanlegar fram en í hinu mik- ilfenglega líkingartali hans um dómsdag i Matt.guðspj. 25. kap. Hann heilsar þar mönnum, sem sjálfir neita því, að þeir hafi staðið í lærisveinssambandi við hann, með ávai'pinu: „Komið blessaðir, þér ástvinir míns föður, og eignist það ríki, sem yð-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.