Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Qupperneq 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 81
eg er sannfærður um, að það er bæði kristilegt og rétt. Það
er kærleikurinn, sem þar kemur fram, kærleikurinn sem „trúir
öllu, vonar alt, umber alt.“ Það er kærleikurinn, sem gjörir
oss víðhjartaða, vonarstyrka og umburðarlynda. —
Hverjir verða hólpnir?
Eg hverf nú aftur að spurningu þeirri, sem eg byrjaði á
og endurtek i tám orðum svar það, sem eg álit verabiðeina.
rétta og kristilega svar upp á spurninguna: Sá sem trúir mun
hólpinn verða! Sá sem gefur guði hjarta sitt mun hólpinn
verða, og það af hvaða þjóð sem hann er, hvort sem vér
köllum hann kristinn eða heiðinn, hvað sem líður skoðunum
hans eða kenningum. Hann verður hólpinn af þvi að hann
hefir með því að gefa guði hjarta sitt, þróað hin guðlegu
lífsfræ, sem guð gróðursetti hjá honum, til þess að gjöra bann
hæfan fyrir fyllingu eilífs sælulífs í dýrð himnanna. Hann
verður hólpinn af þvi að hann er móttækilegur fyrir hið himneska
hjálpræði, móttækilegur fyrir hið eilífa lífguðsbarna-samfélagsins.
Ekki svo skilja, að hlutskiftið verði hjá öllum á sama hæðarstigi,
heldur fer það alt eftir þroska hvers eins. í eilífu lifi upp-
sker engirin meira en hann niðursáði hér. En vér trúum á
framhaldandi þroska í öðru lífi, framhaldandi þróun til full-
komius sælulífs guðs harna. En í þessu: „Sá sem gefur
guði hjarta sitt, mun hólpinn verða,“ felst þálíka hitt: „Hver
sem ekki gefur guði hjarta sitt, mun fyrirdæmdur verða.“
Því að afleiðingin af því, að hann vill ekki gefa guði hjarta
sitt er sú, að hann sinnir ekki kröfum guðs, að gera hans
vilja, hvort heldur þessar kröfur hljóma lil h'ans frá fagnað-
arerindi Jesú eða frá djúpi eigin sálar hans og samvisku. En
þetta sinnuleysi leiðir aftur lil þess, að frjóangar guðlífsins í hon-
um taka aldrei neinum þroska og þar kemur um siðir, að
þeir deyja út. En deyi guðlífið í oss, þá er öll von úti, því
að þá vantar með öllu móttækileika fyrir hið eilífa himneska
líf. Það sannast á slíkum manni, að „frá honum verður tek-
ið einnig það sem hann hefir.“ Og örlög hans verða: eilíf-
ur dauði.
En vel gjörðum vér í að minnast þess, hvað þetta
síðastnefnda atriði snertir, að hér er drottins eins að dæma;
Jivi að hann einn þekkir „hið dulda hjá mönnunum,“ hann einn
getur um það dæmt, hvort úti er öll von um, að maðurinn