Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Síða 4

Nýtt kirkjublað - 01.04.1911, Síða 4
76 NÝTT ÖtlKJtnBLA© til guðsbarnastöðu og eilífs lífs, — þar sem hin rétfu skilyrði eru fyrir hendi. Þegar kristinn maður gjörir guðs vilja, eins og Jesús Kristur hefir opinberað oss hann, þá þroskast hjá honum þessi frumfræ til eilifs lifs, — og þegar heiðinn mað- ur, sem ekki þekkir Krist, gjörir það, sem samviska hans býður honum, þá þroskar hann líka hjá sér þessi frumfræ til eilífs lífs. Munurinn er sá, að hinn kristni veit, hverja þýðingu þetta hefir fyrir hann, en heiðinginn er sér þess ekki meðvitandi. Hann „gjörir það ósjálfrátt sem lögmálið býður,“ segir Páll. — En það sem heiðinginn veit ekki, það veit þó guð, og guð er sá sem ræður'eiiífum forlögum vorum. Þetta er þó ekki svo að skilja, sem hér sé að ræða um réttlæti af verkunum sem einhver yðar kynni að halda; því að það er ávalt náðin, sem réttlætir; en hún réttlætir fyrir trima, af þvi að trúin er höndin, sem vér grípum náðina með. Þessu hefir Jansen lýst mjög vel og skýrt er hann segir: „En þegar eg segi að maðurinn (ekki-kristinn maður) nálgist guð með verkum sínum, þá álít eg ekki, að maðurinn kaupi sér fyrirgefningu guðs með verkum sínum, heldur á eg við það, að i allri alvarlegri viðleitni slíkra manna felst hæn til guðs, „bæn verkanna“. Og þá bæn muni guð heyra.“ Vitanlega drotnar syndin yfir hinum heiðna heimi. En vér megum þó ekki gera ofmikið úr valdi syndarinnar þar, eins og væri alt það sem gott er og guðlegt fullkomlega sloknað hjá heiðnum, þ. e. ekki-kristnum mönnum, og síst af öHu tala svo sem væri syndavaldið með öllu brotið á bak aftur í hinum kristna heimi. Annars vegar finnum vér, þrátt fyrir allan heið- indóm og þekkingarleysi, einnig hjá ekki-kristnum mönnum krafta og hvatir til að ástunda hið siðferðilega, og það enda á svo háu stigi að það vekur aðdáun vora. Vér dáumst að Sókrates og Plató, að Plutarch og Seneca, — vér dáumst að skáldinu Scliiller og ritsnillingnum Carlyle, að deistanum Franklin og únítörunum Emerson og Channing, og verður eng- inn þessara manna kristinn talinn í hinum þrengri skilningi rétt- trúnaðarmanna. Hins vegar sjáum vér syndina, þrátt fyrir all- an kristindóm og þekkingu á guðs vilja, hreyfa sér í lifi krist- inna manna, þótt takast megi með alvarlegri haráttu að vinna bug á henni svo að hennar gæti lítið hjá þeim, sem mestum þroska hafa náð. — Það er að vísu satt, að hjá sannkristn-

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.