Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJtrBLAB 123 Fátt hefir verið mér hughaldnara en ræktunin á þessum ljótu fúamýrum hér umhverfis. Og nú sá eg í gerð óvenju- lega stóra ræktun. Allmargir menn og hestar í vinnu. Skift- ir dagsláltum sem yfir verður lagt í vor. Og svo varð mér þessi sjón að stórangri: Eins og ekkert væri lært og ekkert munað! Við höfum ílestir jarðræktarmennirnir hér í Reykjavík um hálfan manns- aldur eða meir unnið svo Iélegt verk með því að slétta jörð- ina hrá-blaut-kalda og súra: óbætta og óbreytta af völdum sól- ar og lofts, er alt vinst sjálfkrafa með nokkurra ára biðlund, ef vatninu er fyrst burtu veitt. Og sérstaklega höfum við fleygt burt gullinu sem upp af grær — fieygt því burt í jarð- veginn óbætta. — (Og þarna komst að áburðarnýtingin!) — Og því var mér núna svo mikil ska])raun að sjá miklu verki illa varið og eyðslusamlega og frambúðarlaust, — af því að sjálfa undirstöðuna vantaði, sjálfa jarðvegsbótina, jarð- vegsbreytinguna, jarðvegsbyltinguna. Og hún kemur öll frá sólinni, ef vér bara leggjum að hönd, að koma fyrst burt kuldanum og súrnum, svo að hita- geislarnir komist að í staðinn: að bæta, breyta og bylta: — — „Þegar punturinn er orðinn fjólublár í skurðuðu stykkjunum," sagði granni minn ógleymanlegi, við jarðræktina hérna, Björn heitinn Jensson, „þá getum við tekið við af sól- inni að fara að rækta landið.“ — — Getur nokkuð dærni verið áþreifanlegra eða átakanlegra en nú hefir greint verið? Heimfærslan: að það er jarðvegsbót sjálfs hugarfarsins, sem ganga verður fyrir og á undan öllum félagsbótum og framförum, svo að verða megi til frambúðar- gagns. Og í annan stað: að fyrst þarf að koma óþverranum frá. Og svo ætti blað sem kennir sig við kirkju Krists ekki að mega vinna af því, að sínum veika mætti, að grafa og ræsa í þjóðfélags-akrinum, til þess að ná nokkru burtu af súrn- um og kuldanum, og lofa blessaðri himinsólinni síðan að bæta, breyta og bylta? Og kalli svo hverjir það sem vilja: annarlegt og verald- Iegt og hversdagslegt. Eins og þeir sem af Kristi vilja læra, og horfa til hans, þurfi eigi með honum að vera í dagsins erfiði! Eins ogþeir

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.