Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Page 4

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Page 4
124 NÝTT KIRKJUBLAB megi ekki eins og hann tala hinu alira mœltasta, skiljanlegasta hversdagsináli um það sem fyrst verður fyrir! Postillu-stýllinn gamli og gróni er ofur-ólíkur tali Krists. Og fólkið er nú að vaxa frá þeim stýl. Og nýja talið sem oss langar að læra, er einmitt tal sjálfs Krists. Og enn von- um vér að því fylgi kraftur. Og jarðvegsbót hjartnanna, hún er bót allra bóta. En þá er fyrst skurðagröfturinn, og að því moldarverki verður að ganga í hversdagsfötunum, Jtaðfesta. Guðmundur ú Sandi sendir ritstj. til ilils húskvedju eftir sig, er hann hélt yfir Þorkeli hónda Guðmundssyni á Syðra-Fjalli í Aðalreykjudal. Ritstj. stingur nokkrum brotum að bluðinu og lesendunum. Einn vitringur fornaldarinnar hefir sagt: I rósemi skal ykkar styrkur vera.* Þjóðin hans var ofstopa-og ákafa- þjóð, þrungin af þjóðardrambi og trúarhroka. Hann var spá- maður þjóðarinnar og vítti aldarandann eins og allir spámenn gera. Hann vildi leiðbeina fólki sínu inn í fyrirheitna land- ið, framtíðarlandið, þ e. a. s land menningai'innar og réttlæt- isins. Og þetta var það heilræði sem hann mat mest, og sem hann hugði að þjóðinni mundi standa af mest farsæld, ef hún hefði það fyrir mælikvarða og leiðarvísi breytni sinnar. Ef spámaður þessi hefði lifað í landi voru, mundi hann bafa gefið okkur þetta sama heilræði, ef hann hefði kunnað full deili á náttúrufari lands vors og lífsskilyrðum þjóðarinnar; að því tilskildu ennfremur, að hann befði þekt þjóðfylgjur vorar og jijóðgalla fyr og síðar. Náttúruskilyrðin sem vér erum háðir eru þannig vaxin, að rósemi og þollyndi þarf að vera í fari þjóðarinnar og ein- staklinganna til þess að viðnám verði veitt eyðingaröflum lífs- ins í landinu. Okkur tjáir ekki að þjóta upp með æðru og örvílnan, þegar náttúran lýstur sprota sínum í andlit okkar. Vér verðum að taka refsingu hennar með þolinmæði, — en muna henni þó tilræðið. Það mun sannast á hverjum manni, * Jes. 30,15.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.