Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Qupperneq 5

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 125 að þeir lifa sælustu lífi í landinu, sem þannig er farið, að ró- lyndið hefir yfirráðin í hátterni þeirra. Heimilisb'f þeirra manna verður best og affarasælast, og þeir lifa lengst í landinu og komast best af. Um þá grær alla vega best. Lífsgróður þeirra verður rótardýpstur og þó blómamestur. Þegar skyn- semin hefir hönd í bagga með róseminni, og leiðir hana í mannrænuáttina. Eg ó auðvitað ekki við þá rósemi sem er á sinn bátt eins og kyrðin í stöðuvatninu, sem bvorki befir aðdrætti né afrás. Sú kyrð er dauði og lifleysa. Eg á við rósemi bug- ans eða jafnvægi, sálarjafnvægi þess manns, sem er búinn að átta sig á lifmu og staðráða við sig stefnuna og göngulagið á leið lífsins, búinn að staðráða við sig bátterni sitt og lifn- aðarhætti alla, framgöngu á heimili sínu og þátttöku í félags- lífinu. Þegar sagt er að styrkur manns skuli í rósemi vera, er það auðskilið, að þar er átt við vitsmuna styrk róseminn- ar. Þessi rósemi þorir að horfa móti ísi og eldi, því að hún er við því búin að mæta þeim á hólnú, sökum þess að hún er forsjál. Eg er nú einu sinni þannig gerður, að eg vil eigi þegja um þann sannleika sem eg kem auga á, eða eg held að eg hati komið auga á. Og þessvegna vil eg ekki þegja um kosti þessa frænda vors og vinar frammi fyrir þeirri þjóð, sem skortir einmitt svo afar-tilfinnanlega þennan dýrmæta kost sem eg nefndi — staðfestuna. Þjóðin þarf að heyra sannleikann, hvort sem hún vill eða vill ekki — þann sannleika að hana brestur staðfestu. Hún er á sífeldu reiki, eða allur þorri manna, sumir úr landi hurtu að eilífu, sumir ílögra úr einu í annað, og rekast eins og Iaufblöð i straumi að feigðarósi. Heyrið það, feður tlögrandi og reikandi unglinga, að hér er fallinn i valinn háaldraður merkismaður, sem lagði örugg- an grundvöll að farsæld barna sinna með staðfestu-breytni; þér feður, sem hleypt hafið börnum yðar út á klakann, af þvi að þér lögðuð aldrei á yður sjálfsafneitun, tömduð yður aldrei sparsemi né rótgróna iðjusemi. Þessi maður mat tírn- ann til sannvirðis og eyddi aldrei neinu áður en hann eign- aðist andvirðið. Vér erum komin hingað til að volta þakklæti hinum staðfasta bónda, sem kom að jörðinni ljtilsvirtri og lítt not-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.