Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Síða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 127 húsbœndur höfðu og hafa enn þann vonda sið, að gefa gest- um og umrenningum úrval efna sinna, en kasta roðum og uggum í heimilisfólkið, sem vinnur fyrir búinu. Þorkell hafði engar mœtur á þeim siðum, hann vildi hlynna að fólki sinu um leið og hann sá ráð fyrir sjálfum sér. Hann vissi að hann orkaði því eigi að skifta fáeinum málsverðum milli margra þúsunda svo að ölluni yrði að gagni. Hann hjálpaði heldur fáum, og gerði hjálpfýsina sjaldan að lilfinningamáli. En hann vildi veita þeim úrslitahjálp sem hann tók að sér, og var þeim þá raungóður til frambúðar. Vér erum ennfremur komin hingað til að kveðja fjáreig- andann, sem fór svo vel með skepnur sínar að afbrigðum sætti. Eg sé ekki inn í hug alviskunnar, og get ekki gægst í spil forsjónarinnar, og veit ekki með sannindum, hvað henni er geðfelt. En það hygg eg að sá niaður sé hugþekkari al- gæskunni sem aldrei slær í hestinn sinn, elur sauðkindina sína, og hjálpar þó nokkrum mönnum um hey á vorin, — eg vil fullyrða að hann sé meira virður af guði, heldur en bænasmiðurinn og sálmaskáldið, sem gerir fult fang sitt af þeirri vöru handa hverjum degi, og vinnur ]>að eins og vöru á markaðinn. Breytnina met eg meira en orðin, af þvi að góð breytni á sér dýpri rætur en þau. Tungan er svo þæg- ur limur, að hún getur vel mælt fagurlega undir stundaráhrif- um, og hún getur stundum náð hjartanu upp í munninn. En hitt er örðugra að koma tungunni í hjartað. En það gerir góð og rétllát breytni, sú sem vinnur fyrir velgerðum sínum, og hefir lágt um þær. Sökum sólskinsblettanna á lífsleið vorri trúum vér á gull- ið í mannssálinni að það sé þó tii, að það eigi fyrir sér að ávaxtast og komast í hærra gildi en hér er um að tefla. Sökum þessara sólskinsbletta og þessa lýsigulls, brosum vér gegnum tárin við grafir feðra vorra og tárumst brosandi yfir vöggum barnanna okkar. Með því móti verður slutt frá gröfinni til vöggunnar. Og þá fer fram fyrir augum vorum einskonar upprisa frá dauð- um, þegar kjarninn úr lífi látinna merkismanna er ávaxtaður j nytsömu lífi endurnýjaðra krafta.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.