Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Blaðsíða 12
132 NÝTT KIRKJUBLAf) koma af svo hrærðu, auðmjúku og trúarfullu hjarta sem mér mögulegt er, og alltíð skal hún grundast á míns frehara Jesú forþénustu og fyrirbón. 3. Sver eg og heitstrengi, að eg skal hlýða þér af öll- um kröftum, gjöra með alúð og ástundun það sem eg veit að þér er þóknanlegt og þú mér boðið hefir. Eg skal brúka minar hugrenningar, mín orð, og mín verk, sem oftast og best eg get, til heilagra og uppbyggilegra hluta. Eg skal af fremsta mætti forðast öll þau orð og verk, sem aðra kunna að hneyksla eður á nokkurn hátt að skaða, heldur gjöra þau öll í nafni drottins Jesú, þér, minn guð, til æru T>g dýrðar, en mínum náunga til gagnsmuna og góðs eftirdæmis, svo þau beri vitni samvisku minni um að mín trú og minn kristin- dómur sé sannur eg sáluhjálplegur. 4. Sver eg og heitstrengi, að eg aldrei skal af ásettu móti þínum vilja brjóta, heldur skal eg forðast syndina eins og banvænasta eitur, ieynt og ljóst, nótt og dag, hvar sem eg er, eða hjá hverjum sem eg er staddur. Eg skal krossfesta mitt hold með þess girndum og til- hneigingum, varast sem eg get alt tækitæri til syndarinnar og vondan selskap; já, kappkosta að uppræta sérhverja vonda lystingu sem hjá mér hreyfist, svo sem ágirnd, öfund, reiði, lauslæti og þessháttar. Eg skal afneita sjálfum mér, og i daglegri iðran og holdsins deyðingu eftirfylgja mínum fi-elsara Jesú, svo sem hans trúr lærisveinn alt til æfiloka. '5. Sver eg og heitstrengi, að eg skal elska minn ná- unga einlæglega eins og sjálfan mig; vera öðrum til uppbygg- ingar í heiminum, alt hvað eg fæ orkað; stunda framar al- menningsgagn en mitt eigið; kenna i brjósti um þá sannþurft- ugu og hjálpa þeim eftir efnum; vera ætíð og við alla hrein- skilinn, sanngjarn og meðaumkvunarsamur. Hér að auki skal eg sorga fyrir sálargagni náunga míns. og skal biðja fyrir honum af hjarta, sem fyrir sjálfum mér; leiða hann og styrkja til hininaríkis, hvað eg megna, með orðum og eftirdæmi. Eg skal leitast við að aftra þeim óguðlegu frá þeirra vonda fram- ferði, með skynsömu vandlæti í kærleika, svo þeir leiðréttist. 6. Sver eg og heitsrengi, að eg skal kappkosta að lifa í friði og eindrægni við minn náunga, en þó aldrei vinna það til friðar og vináttu mannanna að samþykkja nokkuð

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.