Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Síða 15

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Síða 15
frÝTT KTRK.tTÍBLAf) 135 mín opinbera játning fyrir söfnuðinum; og þar að auki — minni samvisku til daglegrar áminningar — mitt hér undir- skrifað skírnarheiti. Jón prestur á Möðruf'elli. :Iíomm heiliger fpeist, -Hcrre fpott. Þes.si sálraur er einn hinna svonefndu Lúterssáhna og prent- aður fyrst með lagi því, sem hér er, í Walters-söngbók 1524, og sama ár í Enchiridion með íyrirsögn Lúters: Eolget der gesang Veni sancte spiritus o. s. frv. Þessi sálmur er í rauniuni ekki frumortur af Lúter, heldur þýddur og aukinn eftir hinni gömlu „antifónu11 Hermanns halta (1013—1054): „Veni sancte spiritus! .Reple tuorum corda,“ sem enn er sunginn við kennimannavígslur í öllum kristnum löndum. í öllum eldri söngbókum vorum er sálm- ur þessi og lagið fyrst í Hólabókinnni 1589. Hér er sálmurinn i nýrri þýðingu og lagið með nokkrunýrra sniði heldur en það er i eldri bókum, og með slóttu hljómfalli. J. J. Fermingarheitin í þessu blaði. Jatho heitir evangeliskur prestur í Köln. Er hann sem stend- ur undir rannsóknarrótti fyrir kenningar sinar. Eigi komu þær kærur frá söfnuði hans. Elskar söfnuðurinn hann út af lífinu og kveðst aldrei við hann skilja. Auðvitað er reynt í rægiblöðunum að gera Jatho prest bæði guðlausan og Kristlausan. Nú geta les- endurnir séð i hvaða anda hann hefir undirbúið börnin til fermingar. Hitt heitið eða „Sáttmálinn" frá hendi síra Jóns lærða, er nú c. 100 ára gamalt. Undir það hefir ritað dóttir síra Jóns, Alfheið- ur, föðurmóðir lektors Jóns. Minti uuga fermingarheitið á hið gamla. Hvort um sig náði og nær kugurn og hjörtum sins tíma. Jafnrétti kvenna. Sé af alþingisskjölunum síðustu, að orðið hefir að ágreiningsmáli, hvort kona í landsins þjónustu ætti að fá sömu laun og karlmað- ur fekk eða fær fyrir alt hið sama starf. Oss furðar að jafneinfalt réttlætismál geti nokkrum ágreiningi valdið, enda erum vér íslendingar á undan flestum öðrum þjóðum í þeirri grein. Það eru full 25 ár siðan konur fóru að kenna í barnaskólanum hér í bæ, og nú munu þær í meiri hluta, og aldrei kom bæjarstjóru til hugar, að bjóða konum lægra kaup fyrir sömu vinnu. Aftur só eg í nýfengnu ensku kirkjublaði, að sagt er frá því sem eftirtektarverðri nýung, að bæjarstjórnin f New York hafi ályktað að kvenkennarar fái úr þessu sama kanp og karlmenn.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.