Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Síða 16

Nýtt kirkjublað - 01.06.1911, Síða 16
136 NÝTT KIRítJtfBLAB Og í þýsku kirkjublaði só eg, að þar logar alt í ófriði milli karlkennara og kvenkennara. Pundahöld og yfirlýsingar hvað of- an i annað, til andmæla og mótmæla. Karlmennirnir treysta sór eigi lengur til að útiloka kvenkennara frá skólunum, en um það er barist, hvort konur megi veita forstöðu skólum, þar sem bæði kynin kenna. Því haldið fram, að það só bæði á móti guðs og manna lögum að karlmenn standi undir koniun, og karlmanns-ær- unni só sérstaklega misboðið með því!! M bláfjalla geimur! Steingríms-afmælisins var vel og virðulega minst sem vita mátti. Og ekki var þá gleymt indælu visunum um „Háfjöllin.11 Þjóðhátíðarsumarið ríður Steingrímur norður í land. Komst lengst að Laufási og Goðafossi. Steingrímur var þá nýkominn heim, og dú átti ást hans við íslensku náttúruna verklega að bind- ast. Og skáldið hlakkaði eigi minst til að fá að liggja úti. ftið- ið var fyrir Ok. Steingrímur þurfti að finna æskuvin sinn síra Þórð Jónassen í íteykholti. Þar uppi á Okvegi var „heiðjöklahringur- inn“ og nóg af „álftavötnum". Þaðan er efni kvæðisins sótt. En hamingjan má vita, hvort fjallasýnin sú hefði fallið í stuðla, ef eigi hefði það fyrir komið rétt á eftir sem nú skal greina: Riðið var norður Grimstungnaheiði, og var komið undir Skúta um háttatima. Þá var bæjarleiðarkorn í gistingarstaðinn góða i Grímstungum. Veður var bjart og fagurt en kalt. Hugkvæmari maður var þar í för en sá er þetta ritar. Hann stakk upp á því, að láta nú þarna fyrir berast undir Skúta um nóttina, euda hver síðastur að geta legið úti úr þessu, er komið var norður af til bygða. Tillögunni var tekið með lófaklappi. Litið svaf eg um nóttina. Mér var svo kalt. Og hvenær sem eg leit upp, sá eg skáldið bera fyrir, innar f hvamminum. Hann gekk sór til hita alla nóttina þar á grundinni. Og ekki var hann ófegnastur okkar að komast til bæjar um fótaferðartímaun. Löngu síðar barst þessi Skúta-nótt á góma milli okkar, sagði Steingrím- ur mér að þá hefði hann kveðið erindin : Þú, bláfjalla geimur! Verklega fekk skáldið ekki að reyna það, sem hann kveður svo fagurlega ura: „hvíluna und miðsumars himni“. En það er einkaréttur skáldanna að lifa það f ljóðum sem lifið veitir ekki. Enginn er til sagna um Jónas, þegar lestin var týnd og hann lá einn úti f Víðikjörrum. En „Jónsvöku-draumurinn11 íslenski „við svefnlausa sól“ lifir lengi bæði skáldin. Ritstjóri: ÞÓRHALLUR~BJARNARSON. F élagsprentsmið j an.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.