Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Page 6

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Page 6
NÝTl' KIRKJUBLA© hver ertu sem borgari þjóðfélagsins þíns, hvað segirðu af sjálf- um þér? Ber endurminning liðna tímans þess vitni i sálu þinni, að þú hafir með hverju ári æfi þinnar með góðri og guði þóknan- legri breytni nálgast þá andlegu og eilífu fullkomnun sem þú ert skapaður til, og sem höfundur trúar vorrar hefir kent þér að þú ættir sífelt að keppa að. Gæti hver og einn af oss af- dráttarlaust játað þessum spurningum fyrir guði og samvisku sinni, hve gleðilegur væri honum þá þessi nýársmorgun. I eyrum hans hljómar þá sú gleðilegasta nýárskveðja: „Guð er með þér, hver er þá á móti þér“. Og kveðjan sú er ekki nýársósk veikra og vanmáttugra samferðamanna vorra sem oft og einatt meina líka lítið með hamingjuóskum sínum, það er vitnisburður góðrar samvisku vorrar, það er nýárshvöt drott- ins vors guðs í sálu vorri, sem gefur oss með hverju æfiárinu nýjan hug og dug til að berjast hinni góðu baráttu. En eg veit kristnu vinir, að endurminning liðna timans varpar svo óttalega mörgum skuggum á þessa nýársgleði, það er svo margs að minnast fyrir oss öllum á liðinni æfi, sem fremur hefir fjarlægt oss guði en nálægt oss honum, en vörp- um í guðs nafni samt ekki frá oss þessari tilhugsun, komum á þessum nýársmorgni með allar ávirðingar vorar fram fyrir vorn himneska föður og biðjum hann i Jesú nafni um hina blessuðustu nýársgjöfina, — fyrirgefning á þeim öllum. Já minnumst þess jafan, að guð vor himneski faðir, læt- ur oss ekki lifa til þess hér á jörðunni að vér verðum gaml- ir í J)jónustu syndarinnar, heldur til þess að vér með hverju ári æfi vorar náum meiri og meiri þroska sem lærisveinar Jesú Krists. Með skyldurækni við guð og menn, með kost- gæfni í því að vera góðir og nýtir borgarar þjóðtélagsins og umfram alt góðir þegnar í náðarriki Drottins vors Jesú Krists, lifum vér mannfélagiuu til uppbyggingar og guðs riki til efl- ingar, þá er hvert ár æfi vorrar nýr áfangi á guðsríkisbraut- inni, hvort sem það er blítt eða strítt, því að „Hvorki lán né hrygöarhagur heitir takmark lífs um skeið, heldur það að hver einn dagur hrífi oss lengra fram á Ieið.“ Fyrir oss hinum eldri er æfideginum tekið að halla, ára- mótin færri óliðin en liðin. Guð ræður því, en því ráðum vér

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.