Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 7

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 7
NÝTT KIRKJUBLAÍ) 3 sjálfir, hvort vér vi?5 síðustu áramótin hér í heimi getum litið yfir dáðríkt og guði þóknanlegt lif; getum vér það, þá er oss gott að hverfa héðan hvenær sem guð vill. Og þér ungu vinir mínir, þér yngismenn og yngismeyjar sem horfið með vorhug æskunnar fram á mörg ólifuð æfiár, kappkostið að lifa svo öll þau ár, hvort sem þau verða mörg eða fá, að hver áramót i lífi yðar minni yður á stöðugar framfarir í öllu góðu. Gangið með guð yðar og frelsara í hug og hjarta að verki köllunar yðar, látið ljós Jesú Krists sannleiksorða lýsa yður á öllum yðar vegum. Vitið fyrir víst, að einungis með því að hafa það fyrir leiðarstjörnu yðar, hvað sem yður mætir, þá verðið þér góðir og nýtir menn. Vonir vorar hinna eldri manna um góða og farsæla fram- tíð ættlandsins hér á jörðunni eru bygðar á hinni upprenn- andi kynslóð, látið þessar vonir ekki bregðast, látið heldur hvert æfiárið yðar staðfesta þær, þá hittumst vér öll á hinum mikla nýársmorgni eilífðarinnar á föðurlandinu himneska þar sem guð verður alt í öllu . . . __________________ S. St. fj u ð s r í k i ð. Eftir Leonhard Ragaz. Guðsríkið sem Jesús boðaði er alls ekki kirkja. Það er einmitt svo háveraldlegt. Það er ekki ómakslaust að koma sjálfum oss og öðrum vel og verulega í skilning um þetta. Flestum verður það fyrir að taka það bara um einhverjar kirkju- legar athafnir, þegar talað er um að unnið sé fyrir guðsríki. Það sé bænahald, sálmasöngur og prédikun, að það sé trúboð úti i heiðnu löndunum eða heima fyrir í kristninni, að það sé útbreiðsla heilagrar ritningar eða þá kenning vissra trúarlær- dóma, sérstaklega um guð og Jesú Krists. En guðsríkið er enn miklu víðtækara en þetta. Það er svo óendanlega miklu rýmra en nokkur kirkja, og er umfram alt annað og meira en orðin tóm. Hann er að vinna fyrir guðsríkið vindblærinn sern líður um lög og láð og eins aldan sem rís og fellur. Alt þetta sem mótar jörðina, fyllir hana lífi, öll náttúruöflin, óteljandi, síslarf-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.