Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 13

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ 9 MeS þeim vopnum er aldrei barist fyrir sannri þjóðar- heill, heldur gegn henni. Þar er öllum illvættum haslaður völlur þjóSinni til tjóns, og á þeim vettvangi hefir líka mörg þjóSin glatað frelsi sínu. Hver voru tildrögin til atburðanna, sem gjörðust á Is- landi árið 1262? — Og grátlegt er þegar heill og gagn þjóðarinnar er haft að yíirvarpi fyrir þeim hildarleik. Þá er „viðurstygð eyðileggingarinnar“ komin á helgan stað. ' Það er alvarlegt umhugsunarefni, hvar vér Islendingar er- um nú staddir í þessu etni. Sjálfsagt óar oss alla við þeirri tilhugsun, að vér séum enn ekki vaxnir því sjálfsforræði, sem vér nú höfum, auk heldur meira. Það væri líka óttaleg tilhugsun hverjum góðum Islending. Með meiri bróðurhug, meiri virðing hver fyrir öðrum, í stuttu máli meiri kærleika í allri starfsemi vorri fyrir þjóð vora og ættjörð firrum vér oss þeirri tilhugsun. S. St. jfristilegt íélag ungra manna. Fá ár i sögu K. F. U. M. hér á landi hafa verið auð- ugri að blessun og framför bæði út á við og inn á við, en þetta ár hefir verið síðan í nóvember i fyrra. Ber þar margt til. Það hefir verið sýnilegur þroski á mörgum svæðum og merkjanleg guðs blessun hvílt yfir starfinu. Yngsta deildin, fyrir drengi 10—14 ára, hefir blómgast svo mjög að undrun sætir, I henni eru yfir 300 drengir og fundarsókn hin besta. Það er lif og fjör á fundum og hjá mörgum drengjum hefi eg orðið var við einlæga viðleitni að lifa félagshugsjóninni samboðið. Tólf unglingar starfa með mér i þeirri deild og hafa lagt inn í starf silt einstaka alúð og áhuga, kærleika og fórnfýsi. — Hafa þeir sinn bæjarhlut- ann hver til umsjónar og hafa unnið bæði kærleika og virð- ingu drengjanna. I unglingadeildinni eru um hálft annað hundrað ung- lingar 14—17 ára, Það er alvara og einlægni hjá mörgum

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.