Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 14

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Qupperneq 14
10 NÝTT KIEKJÖBLAÐ og vaxandi kristilegur þroski hefir komið í ljós í lífi margra. Fundarsókn ekki eins góð og í yngstu deild og veldur þvi það, að meir en helmingur allra deildarmanna er á kvöldskól- um og í kenslutímum, eða þá eitthvað bundnir á annan hátt. Um þessar mundir er að myndast 12 pilta „úrval“ til þess að starfa í þessari deild, og vona eg að nú komist deildin inn á nýja framfarabraut. I höfnðfélaginu eru á annað hundrað félagsmenn, og er þar meginstyrkur félagsins. Þeir bera byrðarnar og þaðan koma starfendurnir við hinar deildirnar og í félagsstarfinu yfir höfuð. Bólcasafn félagsins er orðið mjög svo prýðilegt undir stjórn sérstakrar bókasafnsnefndar, sem hefir unnið með mikl- um dugnaði að þrifum þess. Bókasafnið er mjög vel notað í útlánum og lestri. Á þriðja þúsund bindi voru lánuð út í fyrra. Islendingasögur sjaldan inni. Fyrir utan hið hreint kristilega hafa verið ftuttir margir frœðandi fyrirlestrar til fróðleiks og menningar. Sumarlíf var með mesta móti í sumar sem leið. Það eru 2 fótboltafélög innan félags og var að þeim mikil bless- un, því samlífið var svo fagurt og gott meðal piltanna, enda er leikurinn vel lagaður til sjálísaga og þroskandi fyrir hug- ann og limaburð. — Listfengnin og samleikur stendur þó mjög til bóta. Fjöldi af félagsmönnum var fjarverandi i sumar eins og vant er. Þeir sem heima voru í bœnuni og fengu sumarfrí í nokkra daga, hrestu sig á einhverju ferðalagi; þnnnig fóru 3 fótgangandi til Geysis og Gullfoss, og þar um sveitir til Ölfusár og yfir Hellisheiði heim. Tveir fóru til Reykjaness gangandi o. s. frv. Verslunarmenn og handiðnamenn höfðu í fyrra vetur sér- fundi tvisvar í mánuði hvor flokkur, og var þar margt gott erindi flutt, en óvíst er hvort tími er kominn til stéttarstarfs innan félags enn þá. — Skólapiltaílokkurinn gengur vel; hafa þeir sérfundi tvisvar í mánuði og taka þá ýmsa ufanfélags skólabræður með sér. Það háir oss mjög að vér eigum ekki leikfimishús handa meðlimunum, umsókn um leikfimishús annarstaðar misheppn-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.