Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Side 15

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Side 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ 11 aðist. Vonandi getum vér komið upp leikfimishúsi síðar meir, áður en langt um liSur. Þetta eru nú helstu drœttirnir í starfi félagsins í hinu ytra lífi. — — Fyrir utan Reykjavík hefir komið upp félagsskapur á þrem stöðum: A Akranesi stofnaði skógfræðingur Sumarliði Halldórs- son félag og er það nú í 2 deildum og blómlegt mjög eftir aldri, og gefur hinar bestu vonir. Hefir prófasturinn á Akra- nesi verið því mjög hlyntur og hlúað að því vel. Eru nú í því um 70—80 meðlimir. í Hafnarfirði stofnaði síra Þorsteinn Briem félag með fermingardrengjum frá fyrra ári. í haust var svo opnað fyrir aðra og eru nú í unglingadeildinni 46 meðlimir, og í yngstu deild 30, og er mikil ánægja að starfa þar. A Seltjarnarnesi er líka lítið félag með hér um bil 20 meðlimum og er það mjog efnilegur hópur. — Seltirningar hafa verið mjög góðir við oss og höfum vér haft frítt fundar- hús í Barnaskólanuin. — — Best af öllu á liðna tímanum hefir þó bœnavikan ver- ið, Hún er haldin ár hvert aðra vikuna í nóvember og er þá talað og beðið á hverju kveldi alstaðar í heiminum um sama efni, sem alþjóðanefnd félagsins leggur fyrir. 1 ár var beðið um aukinn krafl guðs anda i lífi og starfi félagsins. — Vér höf ðum hér svo góðar stundir á hænavikunni, að eg lield að vér aldrei höfum haft eins góða bænaviku nokkru sinni hér. Félagið þakkar fyrst guði og þar næst öllum góðum mönn- um, körlum og konum, sem hafa sýnt oss liðsemd og kær- leika í oi'ði og verki. Reykjavík 30. nóv. 1911. Fr. Friðriksson. Kristilegt félag ungra kvenna. Blaðið gat eigi að þessu sinni flutt yfirlit yfir byrjunar- sögu þess félagsskapar, hér á landi, en vonar að geta gjört það næst,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.