Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 2
74 _ NÝ'IT KIRK.TUBLAT)
Eg man þaS enn vel, hve faðir minn talaði þýtt og inni-
lega i kirkjunni og hver áhrif það hafði.
Eg man það á sumrum að oft gat kirkjan eigi rúmað
alla, sem komu.
Eftir fráfall föður míns breyttist þetta algjörlega. Menn
sóttu kirkju í Klausturhólum vel tvo fyrstu sunnudagana eftir
að hinn nýi prestur korn; en svo kom breytingin. Líkt var
það á Búrfelli og Ulfljótsvatni, er þá lá undir Klausturhóla-
prestakall.
Þetta var áreiðanlega eigi því að kenna, að kirkjurnar
stóðu kyrrar í Klausturhólum og á Búrfelli.
Það er eigi heldur því að kenna, að kirkjur eru nú illa
sóttar i Grímsnesinu.
Kirkjurækt Grímsnesinga hefir langmest farið eftir því,
hvernig prestar þeirra hafa verið. Svo er það víðast á Islandi
og um öll kristin lönd.
Meiri hluti Grímsnesinga notaði eigi vel atkvæðisrétt sinn
við síðustu prestskosningu, er þeir höfnuðu séra Kjartani
Helgasyni, sem án efa var hinn langbesti, er í kjöri var.
Þetta er nú sem stendur ógæfa Grímsnesinga í kirkju og
kristindómsmáli þeirra.
Það hefnir sín að nota atkvæðisrétt sinn illa og að breyta
eins og óviti.
Og þessu léttir eigi þótt Mosfellskirkja, Klausturhólakirkja
og Búrfellskirkja verði lagðar niður og ein kirkja reist i
þeirra stað að Borg.
Þó kann það að vera, að fremur kunni að koma svo
sem tíu manns, ásamt forsöngvara og meðhjálpara, úr þremur
sóknum að Borg, svo að messufært yrði þar oftar en nú um
stundir. Það kann líka að vera að sóknarmenn eigi hægra
með að vita, hvort prestur muni koma til kirkju, ef ein kirkja
væri í stað þriggja. En er nokkur veruleg bót fengin með
þessu á kristindómslífi safnaðarins?
Eg sé það ekki.
Það er óhamingja íslands að þjóðfélagið er svo lítið og
atvinnuvegirnir svo fáir, að stundum gerast þeir menn prestar
eða embættismenn í öðrum greinum, sem hafa eigi hæfileika
til þess, þótt þeir séu færir til annars. Hvernig á þá vel að