Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Page 6
78
NÝTT KIRKJUBLAÐ
bága við það. Auk þess vissi Jesús ekki hvaða dauða-
daga hann gæti átt í vændum, þar sem annarsvegar voru
jafngrimmir fjandmenn og þeir sem hér unnu á móti honum,
gjörsamlega blindaðir af trúarofstæki. Að Jesús aftur á móti
haíi verið hræddur við sjálfan dauðann, hræddur við að deyja,
er hlutur, sem ekki nær nokkurri átt, og enginn sá er nokkuð
þekkir til hinnar hugprúðu sálar, sern í Jesú bjó, getur ætlað
honum.
En hvað getur það þá verið, sem fyrst og fremst gjörir
honum lífið svo ákjósanlegt á þessari stundu? Það getur
ekki, nema þá að mjög litlu Ieyti, verið tillitið til eigin per-
sónu hans, sem veldur hinu mikla ölduróti í sálu hans. Nei,
eg held það sé fyrst og fremst tillitið til starfsins, sem
hann hefir verið að vinna, og faðirinn hafði beint sent hann
að leysa af hendi, — starfsins sem hann vissi að til var
stofnað af kærleiksríkri og föðurlegri umönnun fyrir bræðrum
hans hér á jörðu, og þá um leið tillitið til þeirra, sem hann
elskar svo heitt og innilega og þráir svo heitt og innilega að
sjá ganga á guðs vegum sem elskuleg og hlýðin guðs börn.
Þetta sannkallaða líknar-starf hans var aðeins í byrjun. Ein-
ungis örfáir menn höfðu enn fengist til að sinna köllun hans
og hinir helstu þeirra voru vinirnir hans, sem sváfu þarua í
garðinum skamt frá, — gátu ekki vakað með honum eina
stund!
Væri það furða þótt vaknað hefði í sálu Jesú, nú er hann
sá dauðann nálgast, spurningar eiris og þessar: Er ekki úti
um málefni guðs ríkis ef eg verð að hverfa héðan eftir svo
stuttan starfstíma? Hrópar ekki dauði minn á þessari stundu
út yfir heiminn: Alt þitt æfistarf er vegið og léttvægt fundið,
dæmt ónýtt af guði sjálfum! Öllu tilkalli þínu til að vera
guðs sonur, til að vera hinn fyrirheitni Smurði drottins, því
er hér mótmælt af guði sjálfum ! Eða hvernig getur nokkur
búist við, að hin veika trú þessara fáu Iærisveina hans fái
staðist slíka eldraun ? Hver getur trúað fagnaðarerindi hans um
takmarkalausan kærleika guðs, ef þessi sami guð lætur það
viðgangast, að óvinirnir, — að „vald myrkranna“, sem hann
hefir i guðs nafni verið að berjast á móti, verði ofan á? Því
að hvað er það annað en að vald myrkranna gangi sigri-