Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Qupperneq 7
79
NÝTT KIRKJUBLAÐ
hrósandi af hólmi, ef hann er nú látinn hniga í valinn í
blóma lífsins?
Þessar og þvílíkar hugsanir gjöri eg ráð fyrir, að
haíi valdið hinu mikla ölduróti i sálu Jesú i Getsemane.
Tilhugsunin til þessa gjörir honum það ákjósanlegra að fá
að lifa áfram nokkra hríð — ef mögulegt er. En að lifa á-
fram er fyrir Jesúm sama sem að starfa áfram, — starfa
áfram að því að opinbera mönnunum hjartaþel guðs, visa
þeim leiðina í íöðurfaðm guðs, kunngjöra þeim heilagan vilja
guðs, — í fám orðum: hjálpa þeim lil að verða guðs ástfólgin
börn. Með alt þetta í huga, með eilífa velferð mannanna i
huga, biður frelsarinn: „Faðir minn, ef mögulegt er. —“
Og hve er það svo lærdómsríkt að virða fyrir sér hvernig
Jesús biður. Þegar hann segir: „Faðir minn ef mögulegt er“
— þá felst óneitanlega i orðunum hugsunin: „ef þú getur,
ef þú með nokkru móti getur.“ En þegar i næstu setningu
eins og tekur Jesús sig á því, að hér er ekki um það að
ræða hvort guð geti — því að guði er alt mögulegt — held-
ur eingöngu um það, hvort guð vilji, hvort vilji hans leyíi
það; en í sömu andránni sem hann finnur, að hér er um það
að ræða hvað guðs vilja fái samrýmst, þá horfir málið undir
eins öðruvísi við honum, og hann flýtir sér að bæta við: „Þó
ekki sem eg vil“. Það er eins og hann sé á glóðum um,
að óskin sem liann hefir borið fram, geti orðið til þess að
hrinda föðurnum frá sér; þess vegtia flýtir hann sér að bæta
við: „Þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt“. Eftirtektavert
er það líka hvernig sjálf bænin breytist hjá Jesú. Fyrst segir
hann: „Faðir minn! ef mögulegt er, þá fari þessi bikarfram
hjá mér“ — hér er tífsþráin sterka, frumtónn bænarinnar.
En i annað skiftið segir hann: „Ef þessi bikar getur ekki
farið fram hjá mér án þess eg drekki hann, þá verði þinn
vilji;“ — hér er undirgefnin orðinn frumtónn hennar. Envér
sjáum þá líka, að öldugangurinn í sálu Jesú eins og smástillist,
angistar-ofsinn er að hverfa þaðan, friðurinn aftur að halda
innför sína í sálu hans.
Hvað mun hafa ílutt honum friðinn? Vafalaust ekkert
annað en fullvissan, sem nú rennur upp í sálu hans, sann-
færingin sterk og óbifanleg um að ]tað sé áreiðanlega vilji
föðursins, að hann eigi nú að að hætta að starfa og nóttin