Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 6
2
NÝTT KIRKJUBLAÐ
og andvarpa í innra manni sínum eftir guðsbarna frelsi, þeim
verður hátíðin nýtt efni til uppörvunar. Nafn Jesú og nýjárs-
dagurinn verður þeitn efni til hugsunar og lofgjörðar og end-
urlífgunar, efni til að st}'rkjast í elsku og trú, efni og hvöt til
að hefja nýtt hlaup á skeiðvelli framfaranna og safna nýjum
kröftum til hinnar góðu haráttu. Vér skulum vona ogbyggja
á því, að sem flestir af oss megi teljast í hinum síðarnefnda
mannflokki, í þeim flokki kristinna manna, sem hugsar ogstarfar,
sem lifir, trúir og vonar, og í trausti til þess skulum vér snúa
oss að texta dagsins að hinum tvnfalda texta, sem opinberunin
annarsvegar og náttúran hins vegar réttir að oss. Vér skul-
um skoða hátiðisdag þenna sem roerkisdag í rás tímans, sem
nokkurskonar sjónarhæð, er vér getum séð af bæði aftur fyrir
oss og fram fyrir oss; vér skulum reyna að skygnast inn í
bæði fortíð og framtíð, bæði liðinn tíma og ókominn tíma;
það er með öðrum orðum: vér skulum verja stundinni til þess,
að setja oss fyrir sjónir annarsvegar endurminningar og
hinsvegar vonir kristinna manna.
Vér eigum þá fyrst tal um endurminningar.
Það eru, setn kunnugt er, liðnar 18 aldir og 79 ár frá
]iví er nafn Jesú tók að heyrast í heiminum. En hvílíkt ljós
og líf aldanna hefir það verið! Vér vitum, að margt hefir
gjörst í sögum þjóðanna og margt hefir á daga þeirra drifið.
Margir stormar hafa ætt yfir jörðina og mörg bára risið á
hafi tímans. Oft hefir hið veika mannshjarta verið í hættum
statt, eins og skipið í ósjó, og látið ýmist hefjast eða kefjast
í ólgusjónum þannig, að lítil von var um lausn eða frelsi.
En þá hefir nafn Jesú skinið hve skærast, skinið bfitt og rótt
yfir öllu hafróti. Þetta hefir ein öldin vitnað fyrir annari, eitt
árið fyrir öðru. Ur ríki náttúrunnar vitum vér, að aldrei er
svo þykt loft af skýjum, að ekki skíni þó sólarljósið í gegn
og færi dagsbirtu næga. Nokkuð líkt og þó miklu háleitara
hefir átt sér stað í ríki náðarinnar. Mennirnir hafa aldrei
getað misskilið og afbakað kristindóminn svo, falskenningar,
hjátrú og hindurvitni hafa aldrei getað formyrkvað kristindóm-
inn svo, að birta hans liafi þó ekki skinið í gegn, til að upp-
lýsa sálirnar og hugga hjörtun. Eins og bönd grafarinnar
fengu ekki haldið hinum mikla meistara, eins hefir sú raun
á orðið, að fjötrar fáfræði og syndar hafa ekki náð að hel-