Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 18

Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 18
14 NÝTT KIRKJtfBLAÐ Reykjavík. Óttast eg að þau verði mikil og ill fyrstu áratugina. Þá munu þeir, sem síst eru vandir að meðulum flýta sér hingað með samskonar hug sem Spánverjar til Ameríku forðum. Grægist það þegar fram, en verður „flóð“, ef vegur er greiddur of snerama. Og ekkert af því lægsta, sem f borginui við gengst, mun þá láta sig vanta. Við brautina fjölgar fólk — en hvaða fólk? Og að sama skapi fækkar fólk í uppsveitunum. Tollir þar ekki. I stuttu máli: Árnessýsla verður undirlægja Reykjavíkur og ruslakista hennar — um óákveðinn tíma. Nei, eg vil fá hingað góöan lýÖliá- skóla svo sem 10 árum á undan járnbrautinni. Það vona eg að hjálpaði. Járnbrautin er fyrst æskileg þegar þessi tvö skilyrði eru fylt. Vitur maður sagði um loftfarir: „Forsjónin lætur þær fyrst verða almennar, þegar mannkynið er þeirn siðferðislega vaxið“. Líkt vildi eg mega segja um járnbrautina. Framtíðar-landið. Mikið er látið af auðæfunum í Alaska, og reynist þá satt, og meira til, það sem Jón Ólafsson reit um landið fyrir einum 40 ár- um í óbundnu og bundnu máli: Kolin alveg óþrotleg i jörðu, halda menD. Eitthvert mesta veiðiland í heirni. Og 60 milj. ekrur af akurlendi. Svo segir einn ráðherra Bandafylkjanna frá, og að í landinu muni innan skamms búa miljónir manna. Vantar bara járnbraut, norður strandlengjuna, alt ómögulegt brautarlaust, en nú komi hún. Þetta selland er enn að' kalla óuotað, hefir Bandafylkjastjórn bandað gróðabröllurum frá, en vill geynia sjálfseignarbændum. Og þangað á nú að fara að beina innflytjendum. „Vantar bara járnbraut“, og það eftir straudlengjunni! Þeir ættu að koma hingað og læra af okkur, þessir fínansmenn þarna vestra. Brauðaferðir presta hér fyrrum. Páll Melsteð segir frá í bréfi til Jóns Sigurðssonar 4. júlí 1844: Mikið hlæ eg nú að prestunum síra Magn. Sigurðssyni og síra Birui Þorlákssyni. Magnús prestur lagði að norðan og suður fjöll með konu sína, en á fjöllunum tók kona hans sótt og ól barn, varð þeim svo komið ofan að Grimstungu í Vatnsdal. Síra Björn lagði norður f'yrir Ok, og á þeirri leið ól kona hans barn, tók klerkur sjálfur á móti krakkanum, en síðan var alt borið í bedda ofan að (xiljum í Borgarfirði. Og sona liggja þær prestskonurnar, sín í hvoru hreiðrinu, en klerkarnir sitja yíir þeim eins og æðarblikar og haf'ast ekki að.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.