Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.01.1914, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 5 uni i því efni upp á stjórn vora og yfirvöld, og orðið því hlulskifti fegnastir, að aðrir tóku af oss það ómak að hugsa. En eg tek það upp aftur: það er allsendis nauðsynlegt að halda strangan og hlutdrægnislausan reikning við fortíðina, þvi að fyrr er oss ekki framfaravon. Allar frekari spurning- ar, sem nauðsynlegar eru til að rifja upp endurminningar hvers eins, get eg nú falið í einni aðalspurningu: Hefir nafn Jesú, trú hans, andi og líf verið að undanförnu meginafl vort? hefir það verið leiðbeining vor í hugsunum, hvöt vor í fram- kvæmdum, styrkur vor í þrautum og lögmál vort í hegðun allri? Þessum spurningum svari hver einn fyrir sig; tíminn leyfir ekki, að vér dveljum lengi við hvað eitt; efni hugleið- ingar vorrar er ótæmandi og oss verður að nægja að drepa á aðalatriðin helstu. Eg skilst því við þessa rannsókn fortíðar- innar og bið hvern mann að halda henni fram í hugskoti sjálfs sín. — — Menn hafa tekið fram einn sérstakan mismun á dýri og manni, og hann er sá, að dýrið lifir eingöngu í augnablikinu sem yfir stendur, en hugsar hvorki um fortíð né framtíð, hefir hvorki endurminningar né vonir. Maðurinn, þar á móti, lifir minst i augnablikinu, en mest í fortíð og framtíð, mest i end- urminningum sínum og vonum. Af þessu leiðir, að oss er samboðið og enda mikilsvarðandi, að vér skoðum rækilega endurminningar og vonir vorar. Nú höfum vér dvalið við endurminningarnar til þessa; en um leið og eg sný máli mínu að vonum kristinna manna, skal eg taka það fram, að vonirn- ar hljóta að líkjast endurminningunum, svo sannarlega, sem framtíðin vex eðlilega fram af fortíðinni. Sælar endurminn- ingar verka sælar vonir, og eins munu sorglegar endur- minningar framleiða dapurlegar vonir. Að sönnu getur guð í miskunn sinni létt fortíðarinnar byrði af sanniðrandi syndara og gefið von þar er engin var áður; en þetta er miskunnar- verk hans, er elskar synduga mannskepnu. Vér skulum þá í fám orðum athuga vonir mannanna, en nú viljum vér ræða málið í gagnstæðri röð við það, er vér ræddum endurminning- arnar áður, með þvi að nú skulum vér fyrst gjöra oss grein fyrir vonum sjálfra vor, þar næst minnast á vonir þjóðar vorr- ar og að endingu á vonir heimsins. Hvers höfum vér þá að vona, kristnir bræður og systur?

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.